Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 10 OF 14

Það er engin fordæming.

Drottinn Jesú Kristur, hinn eilífi Guð, varð mönnum líkur og kom til jarðarinnar af mörgum mismunandi ástæðum. Helsta ástæðan var fyrst og fremst sú að frelsa þá sem höfðu allt sitt líf verið fangar óttans við dauðann, eins og höfundur Hebreabréfsins skrifar um í öðrum kafla þess bréfs.

Jesús lifði lífi sínu í okkar stað, setti sig undir lög Guðs og manna og hélt öll þeirra fullkomlega. Hann fórnaði líkama sínum fyrir misþyrmingu og þjáningu vitandi það að með því myndi hann taka á sig refsinguna sem við áttum skilið. Að lokum, gaf hann líf sitt og með verki sínu á Golgata hæð varð okkar dauði að hans dauða og sakleysi hans að okkar sakleysi.

En hver er kosturinn? ,,Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.” (Rómverjabréfið 8:1,2). Þess vegna þarftu aldrei að óttast Guð aftur. Syndir þínar voru fyrirgefnar, af frjálsum vilja, fyrir löngu síðan, hver og ein þeirra, án tillits til frammistöðu þinnar. Þetta snýr að arfi, ekki launum. Þetta stendur þér til boða, allir þeir sem trúa eiga þetta inni.

Guð meinar þetta algjörlega, engin fordæming þýður engin fordæming. Þú getur andað rólega.
Dag 9Dag 11

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

More

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org