Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 12 OF 14

Þú ert ódauðlegur.

Er það ekki rétt að það er hluti af mannlegu eðli að taka mikilvægum hlutum sem sjálfsögðum hlut? Þegar þú ert á akstri og björt, rauð afturljós birtast fyrir framan þig þá hugsar þú ekki: ,,Ætli núningslögmálið eigi við í dag?" Þú bremsar einfaldlega eins hratt og þú getur. Eða þegar þú ferð á fætur á morgnana, þá veltir þú ekki fyrir þér, ,,Ætli þetta sé dagurinn sem þyngdarafl jarðarinnar hættir að virka og við förum hægt og bítandi að sogast út í geim?” Við stígum einfaldlega út á gangstéttina og treystum því að fætur okkar haldist við jörðina. Undir venjulegum kringumstæðum hugsum við lítið um þau eðlisfræðilegu lögmál sem halda lífi okkar gangandi. En hvað ef atburðir páskanna hefðu aldrei gerst?

Ef Kristur hefði ekki risið upp frá dauðum þá mun öll grunn þekking okkar um kristna trú standa á brauðfótum, svipað og bygging sem stendur á óstöðugum grunni í stormi. Ef Kristur reis ekki upp frá dauðum, sem er það ógnvænlegast af öllu, þá hafa syndir þínar ekki verið fyrirgefnar og þú munt hljóta þinn dóm. Þeir sem hafa sofnað í Kristi eru glataðir. Páll skrifaði að ef von okkar í Kristi gildir aðeins fyrir þetta líf, þá erum við aumkunarverðastir allra manna.

En hugaðu að þessu: Biblían segir, ,,En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru.” (Fyrra Korintubréf 15:20). Jesús Kristur reis upp fyrir þig. Vegna þess að hann reis upp úr gröfinni, bæði í sál og líkama, þá eigum við, ég og þú, von um eilíft líf. Upprisa hans tryggir þér fyrirgefningu. Upprisa hans tryggir upprisu þína.
Dag 11Dag 13

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

More

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org