Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn
Það er fullkomnað!
Einn af tveimur mikilvægustu dögum mannkynssögunnar virtist ætla að verða hefðbundinn dagur í lífi nokkurra Rómverskra hermanna. Þeir fengu það hlutverk að framkvæma þrjár dauðrefsingar í Jerúsalem daginn fyrir hvíldadaginn í páskahátíð Gyðinga. Þeir unnu vinnu sína af banvænni nákvæmni með því að negla nagla í hendur og fætur fórnarlamba sinna.
Tvö fórnarlambanna öskruðu af sársauka og hatri. Fórnarlambið í miðjunni bar kvöl sína í hljóði og talað aðeins til föðurins um að fyrirgefa þeim sem kvöldu hann. Er Jesús var við það að gefa upp andann áttaði liðþjálfinn, sem bar ábyrgð á krossfestingunni, sig á því hver það var sem hékk á krossinum fyrir framan hann: ,,Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt sagði hann: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs." (Markúsarguðspjall 15:39).
Hundraðshöfðinginn fór til baka í herbúðirnar með þrjá hluti: hluta af klæðum mannanna sem þeir höfðu krossfest; sektarkennd gagnvart því að hafa ekki aðeins krossfest saklausan mann heldur son Guðs; og boðskap fyrirgefningar sem átti jafnvel við morðingja eins og hann.
Það er margt sem við getum tekið frá þessari ótrúlegu sviðsmynd, en það er tvennt sem skiptir meira máli en annað. Í fyrsta lagi þá sýnir krossfesting Krists okkur hversu slæmar syndir okkar eru í raun. Í öðru lagi sýnir krossfesting Krists okkur að það gjald sem hann greiddi fyrir fyrirgefningu okkar virkaði fullkomlega. Það er fullkomnað. Vald Satans hefur verið brotið. Jesús hefur gert þig frjálsa(n).
Einn af tveimur mikilvægustu dögum mannkynssögunnar virtist ætla að verða hefðbundinn dagur í lífi nokkurra Rómverskra hermanna. Þeir fengu það hlutverk að framkvæma þrjár dauðrefsingar í Jerúsalem daginn fyrir hvíldadaginn í páskahátíð Gyðinga. Þeir unnu vinnu sína af banvænni nákvæmni með því að negla nagla í hendur og fætur fórnarlamba sinna.
Tvö fórnarlambanna öskruðu af sársauka og hatri. Fórnarlambið í miðjunni bar kvöl sína í hljóði og talað aðeins til föðurins um að fyrirgefa þeim sem kvöldu hann. Er Jesús var við það að gefa upp andann áttaði liðþjálfinn, sem bar ábyrgð á krossfestingunni, sig á því hver það var sem hékk á krossinum fyrir framan hann: ,,Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt sagði hann: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs." (Markúsarguðspjall 15:39).
Hundraðshöfðinginn fór til baka í herbúðirnar með þrjá hluti: hluta af klæðum mannanna sem þeir höfðu krossfest; sektarkennd gagnvart því að hafa ekki aðeins krossfest saklausan mann heldur son Guðs; og boðskap fyrirgefningar sem átti jafnvel við morðingja eins og hann.
Það er margt sem við getum tekið frá þessari ótrúlegu sviðsmynd, en það er tvennt sem skiptir meira máli en annað. Í fyrsta lagi þá sýnir krossfesting Krists okkur hversu slæmar syndir okkar eru í raun. Í öðru lagi sýnir krossfesting Krists okkur að það gjald sem hann greiddi fyrir fyrirgefningu okkar virkaði fullkomlega. Það er fullkomnað. Vald Satans hefur verið brotið. Jesús hefur gert þig frjálsa(n).
Ritningin
About this Plan
Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.
More
Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org