VonSýnishorn

Hope

DAY 2 OF 3

  • Það hafa komið upp tímabil í mínu lífi sem mér hefur liðið eins og allt var að fara á versta veg. Þetta var tímabil vonleysis í mínu lífi. Ég hugsaði ,,Ef lífið heldur áfram á þessari braut, er ég ekki viss um að ég geti haldið áfram."Litið um öxl sé ég hlutina í öðru ljósi. Þessi lífsreynsla hefur kennt mér að Guð er nærri þó ég sjái það ekki sjálfur. Ég sé áætlun hans skýrar í dag en ég gerði áður. Þetta vekur með mér von. Guði er umhugað um mig og hann er með áætlun fyrir mitt líf. Treystum Guði. Hann er traustsins verður.
    Jeremía 29:11
  • Hefur þú einhverntíma hugsað ,,Það líkar engum við mig - Ég klúðra alltaf öllu." Ég veit ég hef móðgað fullt af fólki. Skammast mín. Efast um sjálfan mig og jafnvel fyrirlitið. En málið er þetta. Guð þekkir mig betur en nokkur annar. Hann skapaði mig! Hann er höfundur huga míns og gaf mér munn til að mæla. Hann mun ALLTAF elska mig. Hann er trúfastur gagnvart mér að eilífu. Hver dagur er eins og nýtt upphaf með Guði.
    Harmljóðin 3:22-23
  • Einhver kann að segja ,,þú þarft að sjá til að trúa". Neibb, ,,Þú þarft að trúa til að sjá". Andlegu augun mín opnuðust daginn sem ég tók trú og setti traust mitt á frelsara minn Jesú Krist. Það er hin raunverulega VON.
    Rómverjabréfið 8:24-25
  • Ertu með brostið hjarta? Upplyfir þú þunglyndi? Ég hef verið á sama stað. Það er tímabundið ástand, en á meðan þú gengur í gegnum þann dal getur verið erfitt að trúa því. Þú ert einmitt einstaklingurinn sem Jesús vill þjóna. Hann er með köllun. Hann er með ,,Losnaðu úr fangelsi" skilaboð til þín sem þú mátt trúa á og treysta. Þú munt öðlast frelsi og von ef þú tekur við honum og trúir honum!
    Jesaja 61:1

About this Plan

Hope

VON Lítum á nokkur vers Biblíunnar um vonina. Guði langar að við búum við innri frið, óttaleysi, trúfesti og kærleika, ekki satt? Ekki vill hann við séum uppfull af reiði og kvíða. Von ritningarinnar kennir okkur um mikilvægi fyrirgefningarinnar. Við öðlumst vísdóm með því að hugleiða orð Guðs.

More

Við viljum þakka MemLok, kerfinu sem hjálpar þér að leggja ritningarvers á minnið, fyrir að leggja til þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar um MemLok er að finna á: http://www.MemLok.com