VonSýnishorn

Hope

DAY 1 OF 3

  • Hefur þú tekið eftir því að í lofgjörð verður þú vongóð/ur um framhaldið? Lofgjörð og von haldast í hendur. Lofaðu Guð fyrir eitthvað núna. Ef von þín er þverrandi, færðu nýja von! Von er val. Veldu von framyfir örvæntingu. Það er nefnilega ekki hægt að vera bæði vongóð/ur og örvæntingafull/ur. Valið er þitt. Þú getur treyst Guði, hann er góður Guð. Sálmur 71:14
  • Allt sem þú þráir getur Guð veitt þér. Ef þú ert að takast á við þunglyndi skaltu spyrja þig: ,,Er von mín á eitthvað annað en Guð?" Ekkert sýnilegt veitir raunverulega von. Þegar von þín er á fólki, hluti eða atburði, veldur það velgju. Biðin er erfið og ekkert fullnægir, nema stutta stund. Öllum þrám þínum getur Guð mætt!
    Orðskviðirnir 13:12
  • Óvinurinn - Satan - hvíslar í eyra þitt: ,,Enginn skilur það vonleysi sem ég upplifi." Það er lygi. Ef þú trúir því, ertu fallin í pytt sjálfsvorkunar. Þú ert ekki einn/ein. Heldur þú að Guð skilji þig ekki? Kannski hann sé orðin of þreyttur á að hlusta á enn eina söguna frá þér? Aldrei skaltu trúa því. Hann elskar þig af öllu hjarta. Hann mun veita þér styrk til að halda áfram. Hann styrkir þig! 
    Jesaja 40:28-29
  • Sumir segja: ,,Sumt virðist ómögulegt fyrir Guð að gera." Þvílík skammsýni, finnst þér ekki? Oft föllum við þó fyrir þeirri lygi. Við þurfum að standa gegn því og staðfesta innra með okkur ,,engu ráði þínu verður varnað fram að ganga." Skapari himins og jarðar verður ekki sigraður. Hann veit best! Þannig trú veitir von! 
    Jobsbók 42:2

Eftirfarandi ritningastaði getur þú fundið í appinu okkar á MemLok Fleiri MemLok lestraráætlanir 

About this Plan

Hope

VON Lítum á nokkur vers Biblíunnar um vonina. Guði langar að við búum við innri frið, óttaleysi, trúfesti og kærleika, ekki satt? Ekki vill hann við séum uppfull af reiði og kvíða. Von ritningarinnar kennir okkur um mikilvægi fyrirgefningarinnar. Við öðlumst vísdóm með því að hugleiða orð Guðs.

More

Við viljum þakka MemLok, kerfinu sem hjálpar þér að leggja ritningarvers á minnið, fyrir að leggja til þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar um MemLok er að finna á: http://www.MemLok.com