Að hlusta á GuðSýnishorn

Listening To God

DAY 7 OF 7

Að kynnast Góða hirðinum

„Ég er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig.“ Jóhannesarguðspjall 10:14

Mig langar til að spyrja þig tveggja spurninga til umhugsunar.

Hvernig er það fyrir þig að verja tíma með himneskum föður þínum?
Hvernig er það að tala við hann?

Vinsamlegast staldraðu við í smá stund og reyndu að lýsa þessum upplifunum.

Það sem ég er að fiska eftir er bænin. Ég held að flest fólk festist í þessu ofur-notaða orði, „bæn“. Við gerum það ofur-andlegt. Sjáðu til, Guð veit að við erum ekkert meira en manneskjur, en samt sem áður reynum við að heilla hann einhvern veginn með „góðum“ bænum. Síðan truflar það okkur og við gefumst upp þangað til að við „reynum“ aftur næst. Með því að gera þetta, þá missum við af aðalatriðinu sem bænin ætti að snúast um!

Bæn er einfaldlega sú leið sem við förum til að hafa samband við Guð. Bænin er tenging okkar við Guð. Og hvernig vill Guð eiginlega að við komum til hans í bæn? Hans heitasta þrá er að eiga allt þitt hjarta, huga og mátt eins og við lesum um í 5. Mósebók 6:5, ekki satt?

Fyrir það fyrsta, þá vill hann að við njótum hans - þ.e. með því að einblína á Guð og ekki á „bænina“ þína.

Við ættum alltaf að koma til hans alveg eins og við erum. Við ættum að leggja okkur sjálf, örvæntingarfull, óverðug, en þó algjörlega elskuð, fram fyrir okkar almáttuga, dýrðlega og milda föður okkar sem umber allt. Og þegar við gerum það, þá finnum við hinn barmafulla bikar styrks hans, endurnýjun, visku, frið, réttlæti og gleði. Í nærveru hans er líf í fullri gnægð. Hann er hið lifandi vatn og brauð lífsins.

Þegar við biðjum, þá ættum við ekki aðeins að tala heldur líka að hlusta. Leitaðu eftir því að heyra og fylgja hans góða vegi. Komdu fagnandi, komdu með gleði, komdu þreytt/ur, komdu með efa eða ótta. Komdu til hans í miðjum dimmum dal. Dragðu þig nær honum og hlustaðu á hughreystandi orð lífs og vonar.

Og svona ættum við alltaf að koma til hans - þegar lífið er tilbreytingarlaust og í öllum öðrum mögulegum aðstæðum. Þegar við gerum það, þá byrjum við að kynnast hinum góða hirði okkar. Og þá á ég við að kynnast honum sannarlega.

Fyrir mig, þá upplifi ég hljóðláta bænatímann minn eins og að sitja og sötra á heitu tei með nánum vinum mínum. Það er dásamlegt. Mjög gott, er það ekki? Eins og Paul E. Miller kennir í bók sinni A Praying Life, „Þú getur ekki kynnst Guði á ferð og flugi. Þú skapar ekki nánd; þú býrð til pláss fyrir nándina.“

Ég bið þess að síðastliðnir sjö dagar hafi dýpkað skilning þinn á hvað það þýðir að hlusta á Guð. Það er ekki jafn flókið og við ímyndum okkur oft að það sé. Þetta er jafn einfalt og að opna eyru okkar gagnvart sannleikanum, opna hjarta okkar, verða hljóðlát og leyfa góða hirðinum okkar að tala til okkar.

Ég bið þess að þú hafir dýpri skilning á því að það að hlusta á Guð snýst alltaf um að kynnast góða hirðinum okkar.

Segðu föðurnum: Í dag ætla ég að leita þín af öllu hjarta, sál og mætti. Ég ætla að byrja núna, með sjálfum mér - í raun og sann - að koma fram fyrir þig - í raun og sann. Ég vil þekkja þig betur og hlusta meira á þig sérhvern dag.

Lofgjörðarlagið sem við mælum með í dag er lagið ,,Touch the Sky” eftir Hillsong United

Dag 6

About this Plan

Listening To God

Amy Groeschel skrifaði þessa sjö daga Biblíulestraráætlun í þeirri von að þú gætir meðtekið efni hennar líkt og hún kæmi beint til þín frá hjarta okkar kærleiksríka Föður. Bæn hennar er að áætlunin hjálpi þér að fjarlægja þig skarkala umheimsins svo þú getir hlýtt á rödd Hans.

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church