Að hlusta á GuðSýnishorn

Listening To God

DAY 6 OF 7

Ógn hins ókunnuga

Margir í líkama Krists verða sífellt berskjaldaðri gagnvart blekkingum frá rödd hins ókunnuga.Að hlusta á rödd Guðs verður raunveruleg áskorun þegar keppa þarf við óguðlegt skvaldur. Til allrar óhamingju, fara margir að efast um eiginleika Guðs og sannleikann sem Guð kennir í Orði sínu.

Rót vandans er að finna í aldingarðinum Eden og íbúa hans, Evu.

Og ég velti fyrir mér.
Af hverju gaf Eva eftir og hlustaði á slæga pretti höggormsins?
Af hverju gerði hún sér ekki grein fyrir því að þetta væri rödd hins ókunnuga?

Ég velti fyrir mér.Hversu vel þekkti Eva Guð, sinn góða hirði, í raun og veru? Hún virtist láta svo auðveldlega undan lygum óvinarins.
Af hverju stafar þessi skyndilega trúgirni Evu?

Ég trúi því að þó Eva hafi þekkt sannleikann, þá var hún ekki rótgróin í sannleikanum. Hún vissi hvað Guð „hafði sagt“ en gerði sér aldrei fulla grein fyrir því hver Guð væri - algjörlega traustsins verður og góður. Hún skildi ekki að Guð myndi aldrei halda aftur neinu góðu frá henni.

Áður en hún borðaði hinn forboðna ávöxt, þá var hún ómeðvituð um hið illa, ómeðvituð um lygar og ómeðvituð um það að hún gæti verið blekkt til þess að óhlýðnast föðurnum.

En þetta er ekki satt fyrir okkur! Við erum ekki ómeðvituð! Lof sé Guði að við höfum Orð Guðs sem sannleiksleiðarvísinn okkar, Heilagan Anda (Anda Sannleikans) sem ráðgjafa okkar og Krist Jesú sem frelsara okkar og talsmann!

Samt sem áður, þá drögumst við líka, líkt og Eva, inn í það að hlusta á lygar hins ókunnuga. Af hverju?

Ein ástæða er, alltof oft, að við skemmtum í raun lygum óvinarins í gegnum okkar eigin „skemmtun“. Sjónvarpið, internetið, kvikmyndir, bækur og tímarit, sem eru oftast gersneydd af rödd Guðs, hafa tekið yfir samfélög okkar. Samt sem áður, eyðum við ómældum tíma með þessum guðlausu lygaröddum á meðan hugur okkar og hjarta eru útþynnt, menguð og vannærð af hinu lifandi, virka og innblásna Orði Guðs!

Við þurfum að þekkja Hirðinn okkar! Við þurfum að nærast á grænu grundunum hans. Við þurfum að færa okkur nær Guði til þess að fylgja rödd hans.

Ekki missa af síðasta lestrinum á morgun þegar við fáum góð ráð um hvernig hægt sé „að kynnast Góða hirðinum!“

Spurðu Föðurinn: Er ég að hlusta á aðrar raddir sem eru ekki frá þér eða af þér?

Lofgjörðarlagið sem við mælum með í dag er lagið ,,My Heart Is Yours” eftir Kristian Stanfill

Dag 5Dag 7

About this Plan

Listening To God

Amy Groeschel skrifaði þessa sjö daga Biblíulestraráætlun í þeirri von að þú gætir meðtekið efni hennar líkt og hún kæmi beint til þín frá hjarta okkar kærleiksríka Föður. Bæn hennar er að áætlunin hjálpi þér að fjarlægja þig skarkala umheimsins svo þú getir hlýtt á rödd Hans.

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church