Að hlusta á GuðSýnishorn
Má ég vinsamlegast fá athygli ykkar?
Það er eitt að heyra og enn annað að hlusta.
Að heyra er hæfileikinn til að greina hljóð og upplýsingar.
Að hlusta er aðveita þeim athygli.
Ritningarlestur dagsins í Jeremía er sorglega dapur, en því miður ekki óalgengur. Þessar frásagnir úr Gamla Testamentinu eru afar áberandi viðvörunarmerki sem vara okkur við hættu framundan þegar við gefum Guði ekki óskipta athygli af heilum huga, hjarta og mætti. Af hverju? Nú, ef við veitum Guði ekki athygli og vegum Hans, þá erum við á leið í vitlausa átt; á leið afturábak en ekki fram á við. Alltof oft taka þessar röngu leiðir okkur að dimmum og skaðlegum stöðum.
Sökudólgur truflunarinnar er yfirleitt einhver sakleysisleg beita eins og uppbókuð dagskrá, uppeldi barna, leit eftir einhverju meira, eða jafnvel raftæki sem býður upp á fjölda skemmtilegra uppátækja!
Að því er ég veit best, þá eru öll börnin mín sex með fullkomna heyrn, en alltof oft er hlustun þeirra óvirk! Stundum er það eina sem grípur athygli þeirra leynilega lykilorðið mitt: Rjómaís! Þau bíta undir eins á agnið og svara; Vá! Í alvöru mamma? Þá þarf ég að játa; Nei, ég þurfti bara að fá athygli ykkar!
Í hreinskilni sagt, þá get ég verið óvirkur hlustandi líka, til dæmis þegar snjallsíminn fær meira af athygli minni en fjölskyldan mín. Mmhmm, hvað varstu að segja elskan?
Við hlæjum kannski að þessum dæmigerðu vitleysum, en þetta er í alvöru ekki í lagi. Þetta er vanvirðing gagnvart fólki. Og þegar það kemur að því að hunsa Guð, þá erum við að vanmeta Hann á sorglegan hátt og erum hreint og beint í uppreisn.
Ef við ætlum að fylgja Föður okkar á himnum af öllu hjarta, þá verðum við að veita skilaboðum Hans athygli! Mundu, að guðdómleg samskipti Hans koma eftir hinum ýmsu leiðum: Orðinu Hans, ráðgjöf trúarsystkina, Biblíulestraráætlunum, draumi eða sýn, hvísl, eða hugsun sem hnippir í mann. Já, leiðirnar sem Guð notar til að hafa samband við okkur eru fjölbreyttar vegna þess að Hann er STÓR Guð og sérfræðingur í samskiptum og Hann þráir að vera í stöðugu sambandi við þig!
Spurðu Föðurinn: Hvað kemur í veg fyrir að ég veiti Þér athygli?
Lofgjörðarlagið sem við mælum með í dag er lagið ,,First” eftir Lauren Daigle.
About this Plan
Amy Groeschel skrifaði þessa sjö daga Biblíulestraráætlun í þeirri von að þú gætir meðtekið efni hennar líkt og hún kæmi beint til þín frá hjarta okkar kærleiksríka Föður. Bæn hennar er að áætlunin hjálpi þér að fjarlægja þig skarkala umheimsins svo þú getir hlýtt á rödd Hans.
More