Að hlusta á GuðSýnishorn

Listening To God

DAY 3 OF 7

Hver er í þinni andlegu ráðgjafanefnd?

Oft mun Guð miðla vilja sínum og visku til þín í gegnum aðra fylgjendur Krists! Ég get ekki einu sinni byrjað að telja öll þau skipti sem Guð hefur notað annan kristinn einstakling til að koma skilaboðum til mín! Ég heyri Guð hvísla í gegnum presta/forstöðumenn, hlaðvörp, vini mína, börnin mín, bloggara, eða einhvern í Biblíuleshópnum mínum. Ég lít satt að segja á suma þeirra sem mína andlegu ráðgjafanefnd. Þetta eru: maki minn, , bænafélagi, vinur og foreldrar mínir.

Hvað með þig? Leitarðu eftir og hlustarðu með opnum huga á aðra trúaða sem þú berð virðingu fyrir? Það er höfuðatriði í þinni eigin trúargöngu að vera í sterkum tengslum við aðra kristna (sérstaklega þau sem eru að vaxa og eru staðföst í orði Guðs).

Það er samt ekki nóg að hlusta á þá. Beitirðu oft þeim ráðum sem þú hefur heyrt? Kemurðu viskunni í framkvæmd?

Nýttu þá visku sem þú býrð yfir og taktu þátt í kristilegu samfélagi! Hlustaðu á fjölskyldu þína í trúnni. Við þörfnumst þeirra og þau þarfnast þín. Lestur dagsins í dag úr Orðskviðunum 18.2 segir okkur hreinlega að það séu mistök að vera ,,besservisser."

Persónulega, þá vil ég ekki vera heimskinginn. Ég þarfnast hjálpar. Ég þarfnast visku. Ég þarf að velja að vera auðmjúk/ur og tilbúin/n að læra svo að ég geti heyrt leiðbeiningar Guðs, leiðréttingar, og umhyggju. Ég þarf á því að halda að hjarta mitt sé auðmjúkt og lærdómsfúst vegna þess að Guð talar oft til okkar í gegnum hin börnin sín.

Spurðu Föðurinn: Hverjir ættu að vera í andlegri ráðgjafanefnd minni?

Lofgjörðarlagið sem við mælum með í dag er lagið ,,Set a Fire” eftir Will Reagan og United Pursuit.

Dag 2Dag 4

About this Plan

Listening To God

Amy Groeschel skrifaði þessa sjö daga Biblíulestraráætlun í þeirri von að þú gætir meðtekið efni hennar líkt og hún kæmi beint til þín frá hjarta okkar kærleiksríka Föður. Bæn hennar er að áætlunin hjálpi þér að fjarlægja þig skarkala umheimsins svo þú getir hlýtt á rödd Hans.

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church