Að hlusta á GuðSýnishorn
Að heyra rödd Guðs
Eins og Job, þá vil ég meta (þrá) orð Guðs og leiðsögn meira en efnislega fæðu mína! Vilt þú það ekki líka? Eins og kennt var í ritningarorðum Jesaja, þá vil ég geta heyrt röddina að baki mér vísa mér veginn sem mér ber að ganga.
En, hvernig heyri ég rödd Guðs? Talar Guð enn? Vertu hughraust/ur; Guð er miðlari! Hann skapaði gjöf samskiptanna. Það þýðir að Guð talar, og við höfum getuna til að heyra rödd hans og getuna til að bregðast við. Ef Guð er enn að tala, þá ættum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þekkja rödd hans og hlusta! Til að eiga sönn samskipti er það allra mikilvægasta að hlusta en við förum þess oft sárlega á mis.
Til að byrja með, skulum við skoða nokkrar leiðir sem Guð notar til að tala til okkar.
Guð talar í gegnum Orð sitt. Guð hefur nú þegar birt okkur mikið af vilja sínum og fyrirætlan í gegnum Orð sitt. Ein áhrifaríkasta leiðin til að heyra beint frá Guði er að lesa Orð hans.
Guð talar með því að hvísla. Oft mun hann tala mjúklega til anda okkar, í draumum, sýnum og/eða leiðbeina okkur í gegnum aðstæður. Hann mun einnig beina hugsunum okkar að áætlunum sínum.
Guð talar í gegnum fólkið sitt. Stundum mun hann segja okkur það sem honum liggur á hjarta í gegnum aðra kristna einstaklinga. Það gæti birst sem uppörvun, leiðrétting eða leiðbeining.
Bæn mín er sú að þessi stutta, sjö daga lestraráætlun muni koma beint frá kærleiksríku hjarta föðurins til að kenna þér að komast hjá skarkala mótstöðunnar, vekja þig til þess að einblína á rödd hans og að fanga hjarta þitt.
Spurðu föðurinn:Hvað þarf ég að gera til að hlusta betur?
Lofgjörðarlagið sem við mælum með í dag er lagið ,,Yield My Heart” eftir Kim Walker-Smith
Ritningin
About this Plan
Amy Groeschel skrifaði þessa sjö daga Biblíulestraráætlun í þeirri von að þú gætir meðtekið efni hennar líkt og hún kæmi beint til þín frá hjarta okkar kærleiksríka Föður. Bæn hennar er að áætlunin hjálpi þér að fjarlægja þig skarkala umheimsins svo þú getir hlýtt á rödd Hans.
More