Að upplifa endurnýjun GuðsSýnishorn
Fyrra Korintubréf 6:19-20 minnir okkur á mikilvægi þess að endurnýja það sem er innra með okkur en minnir okkur einnig á mikilvægi þess að endurýja það sem er fyrir utan okkur. Leiddu hugann að því um stund. Líkami okkar er musteri heilags anda og við eigum því að koma fram við líkama okkar af virðingu. Myndir þú leyfa kirkjubyggingunni þinn að grotna niður og skemmast? Auðvitað ekki! Ef laga þyrfti kirkjuna þína þá myndir þú gera það þannig að hún gæti lýst sem viti og vitnað um kærleika Guðs í samfélaginu. Að sama skapi eigum við að hugsa vel um líkama okkar til þess að við getum uppfyllt tilgang Guðs fyrir líf okkar. Á hvaða hátt þarft þú að endurnýja líkama þinn? Endurnýjun gæti litið ólíkt út fyrir okkur öll. Fyrir sum okkar gæti það þýtt meiri líkamsrækt eða breytt matarræði. Fyrir aðra gæti það þýtt að leyfa Guði að endurnýja þig frá gamalli synd á kynferðissviðinu. Reyndu að komast að því á hvaða sviði þú þarft á líkamlegri endurnýjun að halda og leyfðu Guði að byrja lækningu sína í lífi þínu.
Ritningin
About this Plan
Það að vera ný sköpun í Kristi þýðir að við erum í stöðugri endurnýjun í honum. Guð endurnýjar hjarta okkar, huga og líkama. Hann endurnýjar einnig tilgang okkar. Í þessari 5 daga lestraráætlun þá munt þú kafa dýpra í það sem orð Guðs segir um endurnýjun. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa, og gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að íhuga ólíkar leiðir til að upplifa endurnýjun Guðs í þínu lífi. Ef þú vilt fá meira að lesa um þetta málefni farðu á finds.life.church
More
We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church