Að upplifa endurnýjun GuðsSýnishorn

Experiencing God's Renewal

DAY 2 OF 5

Hjartað er miðpunktur lífsins. Hjartað er líffærið sem heldur í okkur lífinu. Án þess gætum við ekki lifað. Hjartað en einnig miðpunktur okkar andlega lífs. Í Orðskviðunum er talað um að við verðum að vernda hjarta okkar því þar er uppspretta lífsins, bæði í líkamlegum og andlegum skilningi. Hjartað stýrir gjörðum okkar og endurspeglar það hvort Kristur er miðpunkturinn í lífi okkar eða ekki. Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að við biðjum Guð reglulega um að endurnýja hjörtu okkar. Notaðu tækifærið og skoðaðu hjarta þitt í dag. Er hjarta þitt á þeim stað sem það þarf að vera eða þarftu á endurnýjun Guðs að halda? Biddu Guð um að endurnýja hjarta þitt og taktu ákvörðun um að hann fái vera miðpunktur hjarta þíns.
Dag 1Dag 3

About this Plan

Experiencing God's Renewal

Það að vera ný sköpun í Kristi þýðir að við erum í stöðugri endurnýjun í honum. Guð endurnýjar hjarta okkar, huga og líkama. Hann endurnýjar einnig tilgang okkar. Í þessari 5 daga lestraráætlun þá munt þú kafa dýpra í það sem orð Guðs segir um endurnýjun. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa, og gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að íhuga ólíkar leiðir til að upplifa endurnýjun Guðs í þínu lífi. Ef þú vilt fá meira að lesa um þetta málefni farðu á finds.life.church

More

We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church