Að upplifa endurnýjun GuðsSýnishorn
Því hefur oft verið haldið fram að hugurinn sé leiksvæði djöfulsins. Það er ákveðinn sannleikur í þessari staðhæfingu þar sem mikið af þeirri andlegu baráttu sem við heyjum við óvin okkar allra á sér stað í huga okkar. Kannski er það sektarkennd gagnvart einhverri synd sem við drýgðum í fortíðinni sem þessi andlegi óvinur heldur áfram að minna okkur á, eða freistingar og fíkn sem við höfum kannski ekki alveg náð að sigrast á. Kannski hvíslar hann í huga þinn neikvæðum orðum sem láta þig efast um trú þína eða getu þína til þess að ná að gera það sem Guð hefur skapað þig til að gera. Gerðu þá í dag eins og segir í Rómverjabréfinu 12:2 og leyfðu Guði að umbreyta hugarfari þínu. Biddu Guð í dag um að fjarlægja allar þær neikvæðu hugsanir sem andlegur óvinur þinn hefur sett í huga þinn og leyfðu Guði að endurnýja huga þinn og skipta út neikvæðni fyrir skýra hugsun og hreinleika. Leyfðu Guði að hjálpa þér að vinna baráttuna um huga þinn.
Ritningin
About this Plan
Það að vera ný sköpun í Kristi þýðir að við erum í stöðugri endurnýjun í honum. Guð endurnýjar hjarta okkar, huga og líkama. Hann endurnýjar einnig tilgang okkar. Í þessari 5 daga lestraráætlun þá munt þú kafa dýpra í það sem orð Guðs segir um endurnýjun. Á hverjum degi verður þér úthlutað ákveðnum Biblíuversum til þess að lesa, og gefin stutt hugleiðing til að hjálpa þér að íhuga ólíkar leiðir til að upplifa endurnýjun Guðs í þínu lífi. Ef þú vilt fá meira að lesa um þetta málefni farðu á finds.life.church
More
We would like to thank Life.Church for providing this plan. For more information, please visit: www.life.church