Að byrja samband með JesúSýnishorn
"Hver er Guð?"
Það að skilja nokkur aðalatriði um Guð mun hjálpa þér þegar þú byrjar að fylgja Honum. Við skulum tala um fjögur af persónueinkennum Guðs:
Guð er eilífur
Guð notar sérhvert hugtak sem til er til að lýsa sjálfum sér sem utan tíma: varir um eilífð, ævarandi, eilífur, er, var, og kemur. Guð er eilífur. Eilífur merkir mjög, mjög langan tíma. Það merkir "tímalaus". Það merkir "utan tímavíddarinnar".
Guð er sambandsvera
Biblían kennir okkur á mörgum stöðum að Guð sé til í þrem persónum sem eru saman í fullkomnri einingu. Þetta er kallað Þrenningin. Frekar en að vera alein Guðsmynd, þá er Guð Biblíunnar Guð faðirinn, Guð sonurinn (Jesús Kristur), og Guð Heilagur Andi. Þeir eru þrír frábrugnar persónur, en lifa og vinna saman í fullkomri einingu.
Guð er fullkominn
Guð er ekki með neina galla og þarf aldrei á bætingu að halda. Hann hefur engar takmarkanir—hvað karakter varðar, hreinleika, þekkingu, vald eða getu. Sérstaklega í samanburði við okkur, þá er Guð siðferðislega fullkominn. Biblían segir, “Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum” (1. Jóh. 1:5).
Guð er “al”
Guð er alls staðar nálægur, Hann er almáttugur, og Hann er alvitur. Það þýðir að Hann getur verið alls staðar á sama tíma, Hann hefur vald yfir öllum hlutum, og Hann veit allt.
Af hverju skiptir þetta allt máli?
Það að skilja eilífð Guðs gefur mér von. Það að vita að Hann er sambands vera þýðir að ég get átt samtal við Hann. Það að vita að Guð er fullkominn þýðir að jafnvel þegar ég skil hlutina ekki alveg, þá get ég treyst Guði. Og það að vita að Hann er "al" þýðir að Hann er sá sem hefur allt vald, að Hann skilur okkur ekki eftir alein, og að allt hið illa getur verið sigrað.
Svo að hver er Guð? Hann er sá sem skapaði þig, Hann er sá sem elskar þig meir en í villtustu draumum þínum, og Hann er sá sem gaf sinn eigin son, Jesú Krist, til að deyja svo að Hann gæti átt eilíft samband með þér.
Það að þekkja Guð breytir sýn okkar á annað fólk—við byrjum að sjá þau sem eilífar sálir, ekki tímabundnir líkamar.
Það að þekkja Guð hjálpar okkur að mæta áskorunum á öðruvísi hátt. Það að þekkja Guð þýðir að okkur þarf aldrei að finnast lífið vera stjórnlaust. Það að þekkja Guð grundvallar okkur í auðmýkt og tilgangi. Það að þekkja Guð hjálpar lífinu að vera rökréttara.
About this Plan
Ertu rétt að byrja á trúargöngu þinni með Jesú Kristi? Viltu vita meir um Kristna trú en ert ekki viss um hvað—eða hvernig—þú átt að spyrja? Byrjaðu þá hér. Tekið úr bókinni "Start Here" eftir David Dwight og Nicole Unice.
More