Að byrja samband með JesúSýnishorn
"Reglur vs. samband"
Ef að þú leitar snögglega að skilgreiningu á kristni, þá finnurðu líklega eitthvað um "að fylgja kennslu Jesú". Og það er satt—kristnin snýst um að fylgja því sem Jesús kenndi. Vandamálið er að flest fólk snýr hugmyndinni um að "fylgja Jesú" yfir í að "fylgja reglum"—og það er ekki tilgangurinn.
Sagan sem Biblían hefur að geyma sýnir það greinilega að tilgangur þess að þekkja Jesú er samband, ekki reglur. Þegar þú byrjar að skoða hvað Guð segir okkur um sjálfan sig í gegnum Biblíuna, þá muntu sjá að það að vera í kærleiksríku, trúföstu sambandi með Honum er aðalatriðið.
Svo að það að segja að aðalhugsunin í kristninni sé að fylgja kennsluatriðum er eins og að segja að aðalhugsunin að baki hjónabands er að deila reikningunum. Ekki alveg það sem að við vonumst eftir í mikilfenginni ástarsögu!
Þetta sjónarhorn um reglur eða samband aðskilur mjög og aðgreinir kristna trú frá öðrum trúarbrögðum. Á meðan flest trúarbrögð kenna það að leiðin til þess að "vera góð(ur)" felist í því að fylgja nauðsynlegum venjum og stífum trúarkenningum, þá byrjar kristnin á öðrum stað.
Frá alda öðli, þá voru fylgjendur Jesú ekki þekktir fyrir að fylgja reglum eða "vera góðir". Það sem að var öðruvísi við þá—það sem að var þess virði að minnast á—var ekkert annað en sú staðreynd að þeir höfðu "verið með Jesú" (Post. 4:13). Ekki að þeir hefðu viðurkennt Jesú, ekki að þeir hefðu fylgt einhverju hegðunarmynstri sem Jesús hafði fyrirskipað, heldur að þeir voru "með" Honum.
Það að vera með Jesú er það sem gerbreytti þessum einstaklingum frá því sem Biblían kallar "ólærðir, venjulegir menn" yfir í hugrakka, djarfa leiðtoga. Og það er sami raunveruleikinn sem að stendur okkur til boða þegar Jesús býður okkur inn í samband: til þess að "vera með Honum".
Ritningin
About this Plan
Ertu rétt að byrja á trúargöngu þinni með Jesú Kristi? Viltu vita meir um Kristna trú en ert ekki viss um hvað—eða hvernig—þú átt að spyrja? Byrjaðu þá hér. Tekið úr bókinni "Start Here" eftir David Dwight og Nicole Unice.
More