Að byrja samband með JesúSýnishorn
"Nýtt auðkenni"
Rétturinn til þess að verða Guðs börn er gerður mögulegur af Jesú og ótrúlegu fréttirnar eru þær að vegna Jesú, þá segir Guð nú það sama um okkur og Hann sagði um Jesú. Tilbúin(n) fyrir það? Hér kemur það: "Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun" (Mark. 1:11).
Vegna Jesú, þá segir Guð það sama um þig og Hann sagði um Jesú. Í þessari einu fullyrðingu, þá gefur Guð okkur ótrúlegt magn af staðfestingu á því sem okkur finnst öllum vanta upp á auðkenni okkar—þessi nístandi, djúpa þrá fyrir því að tilheyra, vera elskuð og vera samþykkt. Athugið þessa þrjá greinilegu þætti í þessari fullyrðingu sem hefur að geyma loforð fyrir okkur:
1. Þú ert sonur Minn...
Þegar Guð segir, "Þú ert sonur Minn," þá er Hann að tengja sig sjálfan við okkur. Hann er að segja að Hann vilji leggja lag sitt við okkur, að við séum saman.
Atriði númer eitt í þessu nýja auðkenni er að við erum fólk sem að Guð er ánægður með og vill vera tengdur við. Hann er að segja, "Jebb, þetta er dóttir Mín; þetta er sonur Minn". Hann rýfur aldrei tengslin okkar við sig sjálfan eftir að við erum orðin börnin Hans. Það er mjög heiðrandi að Hann sé svona hlýlegur, þrátt fyrir ömurlegu hegðun okkar á stundum!
2. Sem ég elska …
Stundum í fjölskyldusamböndum, þá líkar okkur kannski ekki alltaf við hvort annað, hvað þá elskum hvort annað. Ef þú átt fjölskyldumeðlim sem að þér líkar ekki við, þá gætirðu hugsað, Já, ég verð að viðurkenna að hann sé bróðir minn, en mér líkar ekki við hann.
En Guð er ekki þannig. Guð segir ekki aðeins, "Já, þetta er sonur Minn," heldur lýsir Hann líka yfir, “Ég elska þennan son. Hann á mína ástúð. Hjarta mitt er með honum og slær fyrir hann.”
3. Á þér hef ég velþóknun.
Guð endar þessa loforðsfullyrðingu með því að bæta við, “á þér hef ég velþóknun”. Sá Guð sem setti stjörnurnar á sinn stað er að segja að Hann er ánægður með þig. Ekki með einhverja aðra persónu—heldur með þig.
Eftir því sem við vöxum í skilningi okkar á dýpt hjarta Guðs fyrir okkur, þá byrja þessar yfirlýsingar hægt og rólega að fylla þá staði í sálum okkar sem að upplifa skort á auðkenni. Allir þessir hlutir sem við höfum verið að gera til að vera samþykkt, til að reyna að vera mikilvæg, til að upplifa okkur mikilvæg, til að vera dáð, til að vera haldin í mikils metum—nú höfum við svarið. Og ekki frá fólki, ekki frá efnislegum hlutum sem að fylla ekki hjarta okkar, ekki frá nafnbótum eða stöðum ... heldur frá Guði.
Ritningin
About this Plan
Ertu rétt að byrja á trúargöngu þinni með Jesú Kristi? Viltu vita meir um Kristna trú en ert ekki viss um hvað—eða hvernig—þú átt að spyrja? Byrjaðu þá hér. Tekið úr bókinni "Start Here" eftir David Dwight og Nicole Unice.
More