Að byrja samband með JesúSýnishorn
"Hinn sanni skipstjóri"
Ein leið til þess að lýsa Jesú er sem bjargara í björgunarleiðangri. Þegar Jesús sagði, „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ þá sagði Hann ekki, “Ég er einhver vegur og einhver sannleikur og eitthvað líf.”
Spurning okkar til Hans er svipuð og spurningar okkar til flugstjóra flugvélarinnar eða skipstjóra skipsins sem við erum á því að við viljum vita, “Ert Þú virkilega skipstjórinn (Sonur Guðs)?”
Eftir því sem lífið heldur áfram, þá missa mörg okkar smám saman áhugann á þessari spurningu. Flestum okkar finnst þægilegt að reyna bara að fá sæti með nógu miklu fótaplássi í flugvélinni. Og flest okkar eru ekki að horfast í augu við dauðleika okkar með þeim ákafa sem við myndum gera ef við værum á skipi sem væri að sökkva. En það að hafa trúnna á skipstjórann er aðalspurningin í báðum líkingunum.
Á skipinu, þá myndi traust þitt (eða skorturinn á trausti) á skipstjórann skipta öllu máli. Sama á við um Jesú. Ef þetta er björgunarleiðangur, þá erum við ólíklegri til að segja, “ég get farið hvaða leið sem ég vil.” Já, þú gætir það ef þú vildir, en ef Hann er í alvöru skipstjórinn, sá sem þekkir öll litbrigði tilveru mannsins, þá þekkir Hann virkilega réttu leiðina.
Eða kannski þegar þú ert að byrja að rannsaka hvað Biblían segir um Jesú, þá byrjarðu að spyrja þig að því, "Trúi ég því að Hann þekki réttu leiðina?"
Ef þú ert að lesa þessa Biblíulestraráætlun, þá kann að vera að þú sért komin(n) á þann stað þar sem þú ert búin(n) að segja já við þessari spurningu eða kannski ertu ekki enn komin(n) á þann stað. Þú gætir líka hafa sagt, "Já, ég trúi. En ég er enn með spurningar." Ef þetta ert þú, þá erum við hér með þér og við erum til staðar fyrir þig. Haltu áfram að spyrja. Góðar spurningar eru leiðin að auknum vexti. Efi og óvissa eru ekki óvenjuleg.
En segjum sem svo að þú sért sammála því að Jesú gæti þekkt réttu leiðina. Ef það er satt, þá gæti verið að fyrsta spurningin þín sé, "Hvað þarf ég að gera til að fylgja þeirri leið?"
Og hér kemur Jesús okkur á óvart. Hann segir ekki, "fylgdu þessu". Hann segir, "fylgdu Mér". Skipstjóri þessa skips bendir okkur ekki á eitthvað kort; hann bendir okkur á sjálfan sig. Jesús bendir líka á sig sjálfan og Hann býður okkur að heita honum trúnaði.
Ritningin
About this Plan
Ertu rétt að byrja á trúargöngu þinni með Jesú Kristi? Viltu vita meir um Kristna trú en ert ekki viss um hvað—eða hvernig—þú átt að spyrja? Byrjaðu þá hér. Tekið úr bókinni "Start Here" eftir David Dwight og Nicole Unice.
More