Að byrja samband með JesúSýnishorn
"Boðið"
Ein af ótrúlegustu hliðum kristinnar trúar er að þetta samband með Jesú er alltaf í boði. Það er aldrei þvingað.
Einu sinni hljóp ungur maður upp að Jesú og spurði hann hvað hann þyrfti að "gera" til að öðlast eilíft líf (Mark. 10:17-22). Eins og Jesús gerði oft, þá leiddi Hann samtalið á þann veg að maðurinn gæti séð sjálfan sig skýrt.
Svo að Jesús spurði ekki einu sinni þennan einlæga mann að neinni spurningu. Hann byrjaði bara að telja upp gyðinglegu boðorðin, og ungi maðurinn skaut inn í, "Já, já, ég hef haldið öll boðorðin!" En það sem gerist næst er það áhugaverðasta í sögunni. Í Mark. 10:21 segir, "Jesús horfði á hann með ástúð".
Jesús horfði. Hann flutti ekki predikun. Hann benti ekki fingrum. Í stað þess, þá horfði Hann beint á þennan unga mann og snéri allri athygli Hjarta hans og huga að þessari manneskju, og bauð honum að taka þátt í sambandi.
Jesús elskaði. Það var með því að horfa sem að kærleikurinn þróaðist. Það var ekki í strangri eftirfylgni unga mannsins á reglunum eða í ótrúlegu verkum hans. Jesús horfði og elskaði hann bara af því að þetta var hann.
Það er ljóst að unga manningum líkaði við hugmyndina um Jesú og vildi velja vel. En þegar Jesús kom með boð um samband, þá gerði Hann það með heilshugar trúfesti í huga: „Farðu og seldu eigur þínar og gefðu fátækum, og þú munt fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan og fylg mér“ (Matt. 19:21).
Þegar Jesús horfði á og elskaði þennan mann, þá vissi Hann nákvæmlega hvers Hann þyrfti að biðja hann til að afhjúpa raunverulega hjarta hans. Með því að ýta á málefni eigna, þá fór Jesús beint að hjarta málsins fyrir þennan tiltekna einstakling.
Svo að Jesús horfði á hann, elskaði hann og gaf honum valkost um samband. Samt sem áður gekk ungi maðurinn í burtu. Þetta er það óvænta við Guð. Guð hefur allt valdið þegar kemur að sambandi við hvert og eitt okkar, en ótrúlegt en satt, þá gefur Hann okkur frelsið til að segja já eða nei við Hann.
Stundum segir fólk, "Ef Guð vill að við eigum öll samband með Honum, af hverju forritar Hann okkur ekki bara þannig að við eigum samband saman?" En kærleikur getur ekki verið forritaður inn. Ef við værum neydd til að segja já við Jesú, neydd til að verða kristin, þá ynni þetta gegn persónuleika Guðs og aðalþema kristinnar trúar—fyrst og fremst því að boð Jesú byggir á kærleika, kærleika í sinni hreinustu mynd.
Ritningin
About this Plan
Ertu rétt að byrja á trúargöngu þinni með Jesú Kristi? Viltu vita meir um Kristna trú en ert ekki viss um hvað—eða hvernig—þú átt að spyrja? Byrjaðu þá hér. Tekið úr bókinni "Start Here" eftir David Dwight og Nicole Unice.
More