Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

In Our Place: Lenten Devotions

DAY 6 OF 14

Taktu eftir!

Dagarnir sem eru á milli Pálmasunnudags og Páskadags eru hluti af mikilvægri viku sem kristnir menn kalla dymbilviku. Það var í þessari viku sem mannkyn fékk að upplifa einstakt frelsisverk Guðs og það má færa rök fyrir því að þetta verk hafi jafnvel verið mikilvægara en sjálf sköpunin. Þetta frelsisverk nær yfir sigur frelsarans á helstu óvinum mannkyns: Satan, synd, dauða, dóm og helju.

Stærstan hluta þessarar viku voru lærisveinar Jesú undir miklu álagi. Margt af því sem Jesús kenndi þeim fannst þeim erfitt að skilja og það sem þeir skildu fannst þeim erfitt að heyra. Á fimmtudagskvöldinu í dymbilvikunni fögnuðu lærisveinarnir páskamáltíðinni með Jesú og tóku í fyrsta sinn þátt í Kvöldmáltíðinni og fengu með því að meðtaka brauðið og vínið sem tákn um líkama og blóð Jesú. Jesús þreif óhreinar fætur hvers og eins þeirra og sýndi þannig í verki miklvægi þjónandi forystu.

Flestar kvöldstundirnar voru helgaðar löngum kennslustundum. Með því vildi Jesú undirbúa þá undir baráttuna og það mótlæti sem beið þeirra og annarra sem þjóna Drottni og ríki hans. En tilgangur kennslustundanna var einnig að lýsa yfir afdráttarlausum sigri öllum þeim til handa sem tengjast sameiginlegum böndum í trúnni á Jesú. ,,Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.” (Jóhannesarguðspjall 16:33).

Hér er vonin fyrir alla þá sem trúa, en andvarpa og eru fullir af ótta. Biblían segir okkur að líf okkar sé falið í hendur Krists. Úr fjarlægð gæti litið út fyrir að við séum að visna. En það er aðeins tálsýn. Raunveruleikinn er sá að líf okkar, vonir okkar og sambönd eru trygg í faðmi Guðs. Þegar líf þitt virðist vera hlaðið af vandamálum, vertu samt hughraustur, Kristur hefur sigrað heiminn. Hann vann sigur sem þýðir að þú hefur einnig sigrað. Þú getur andað léttar.

Ritningin

Dag 5Dag 7

About this Plan

In Our Place: Lenten Devotions

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.

More

Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org