Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn
Stundin er núna.
Ef þú kæmir einhverntíman heim til mín þá tækir þú fljótlega eftir því að ég hef mikið dálæti á klukkum. Í stofunni einni er ég með sex klukkur. Þetta eru allt klukkur með gangverki. Það er eitthvað við tikk, takk hljóðin og bjöllurnar sem hafa róandi áhrif á hugann minn. Ég hlýt að búa við innri ótta við að verða of seinn. Mögulega sefa allar þessar klukkur ótta minn að ég muni missa af einhverju sem skiptir máli.
Jesús vissi alltaf hvað klukkan sló, hvenær rétti tíminn var til þess að lækna, kenna, reka út illa anda, hvílast og nærast. Faðir hans á himnum lét hann vita hvenær tími hans til að deyja rynni upp. Jesús lét lærisveina sína vita að tími trúboðsferða væri senn á enda. ,,Upp frá þessu tók Jesús að skýra lærisveinum sínum frá því að hann ætti að fara til Jerúsalem og líða þar mikið af völdum öldunga, æðstu presta og fræðimanna og verða líflátinn en rísa upp á þriðja degi.” (Matteusarguðspjall 16:21). Hann vissi einnig að konunglega móttakan sem hann fékk við innreiðina inn í Jerúsalem myndi vera hans síðasta.
Stórkostlegt kraftaverk gerðist á meðal pálmatrjánna. Mannfjöldinn áttaði sig á því að þessi hljóðláti maður, sem reið um á hógværum asna væri Messías og að spádómar Gamla Testamentisins voru að rætast fyrir framan augu þeirra. Hósanna söngvar þeirra sýndu að mannfjöldinn vissi hvaða tími var að ganga í garð, konungurinn var að taka sér stöðu í lífi þeirra og gerði tilkall til hollustu þeirra.
Veist þú hvað tímanum líður? Það er kominn tími til þess að hætta að hika og taka þér stöðu, eða taka þér stöðu á ný; játa Jesú Krist sem Drottinn og konung yfir þínu lífi. Jesús kemur á jafn persónulegan hátt til þín í dag í gegnum orð sitt, með skírninni, og í gegnum líkama sinn og blóð í brotningu brauðsins. Sálmarnir skora á þig að lofa hann núna.
Ef þú kæmir einhverntíman heim til mín þá tækir þú fljótlega eftir því að ég hef mikið dálæti á klukkum. Í stofunni einni er ég með sex klukkur. Þetta eru allt klukkur með gangverki. Það er eitthvað við tikk, takk hljóðin og bjöllurnar sem hafa róandi áhrif á hugann minn. Ég hlýt að búa við innri ótta við að verða of seinn. Mögulega sefa allar þessar klukkur ótta minn að ég muni missa af einhverju sem skiptir máli.
Jesús vissi alltaf hvað klukkan sló, hvenær rétti tíminn var til þess að lækna, kenna, reka út illa anda, hvílast og nærast. Faðir hans á himnum lét hann vita hvenær tími hans til að deyja rynni upp. Jesús lét lærisveina sína vita að tími trúboðsferða væri senn á enda. ,,Upp frá þessu tók Jesús að skýra lærisveinum sínum frá því að hann ætti að fara til Jerúsalem og líða þar mikið af völdum öldunga, æðstu presta og fræðimanna og verða líflátinn en rísa upp á þriðja degi.” (Matteusarguðspjall 16:21). Hann vissi einnig að konunglega móttakan sem hann fékk við innreiðina inn í Jerúsalem myndi vera hans síðasta.
Stórkostlegt kraftaverk gerðist á meðal pálmatrjánna. Mannfjöldinn áttaði sig á því að þessi hljóðláti maður, sem reið um á hógværum asna væri Messías og að spádómar Gamla Testamentisins voru að rætast fyrir framan augu þeirra. Hósanna söngvar þeirra sýndu að mannfjöldinn vissi hvaða tími var að ganga í garð, konungurinn var að taka sér stöðu í lífi þeirra og gerði tilkall til hollustu þeirra.
Veist þú hvað tímanum líður? Það er kominn tími til þess að hætta að hika og taka þér stöðu, eða taka þér stöðu á ný; játa Jesú Krist sem Drottinn og konung yfir þínu lífi. Jesús kemur á jafn persónulegan hátt til þín í dag í gegnum orð sitt, með skírninni, og í gegnum líkama sinn og blóð í brotningu brauðsins. Sálmarnir skora á þig að lofa hann núna.
Ritningin
About this Plan
Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.
More
Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org