Í okkar stað: Hugleiðingar á páskaföstu frá "Time of Grace"Sýnishorn

Blessaður sé konungurinn.
Ekkert land í dag heldur jafn mikið uppá gamlar konungshefðir og Bretland. Elísabet II hefur gengt hlutverki sínu það lengi að aðeins eldri borgarar muna eftir krýningu hennar árið 1953 en nú styttist í að heimurinn fái að sjá nýjan einstakling krýndan. Nýi konungurinn mun stíga fram á sjónarsviðið í konunglegri skrúðgöngu, með gulli slegna kórónu heilags Edwards á höfðinu, með gull sprota í hendi (sem gerður var árið 1189), með konunglegan hanska á hendinni, gylltan hnött og gyllta konungsdjásnið um hálsinn.
Hversu ólík var konungleg innreið Jesú frá Olíufjallinu inn í Jerúsalem í samanburði við þetta? Hann reið á litlum asna sem var svo lítill að þó hann hefði lyft höfuðinu hátt þá hefði hann ekki náð að horfa yfir mannfjöldann. Þrátt fyrir þetta allt, þá áttaði mannfjöldinn sig á því að maðurinn sem reið asnanum væri konungborinn og sögðu: ,,Blessaður sé konungurinn sem kemur í nafni Drottins.” (Lúkasarguðspjall 19:38). Konunglegu klæðin sem biðu hans var gömul Rómversk herklæði, sprotinn sem hann fékk í hendur var smávaxin grein og kórónan sem lögð var á höfuð hans var ekki úr gulli heldur þyrnum.
Blóðið sem rann niður andlit hans undan þyrnunum var bæði blóð manns og blóð Guðs. Blóðið hafði mátt til að leysa og frelsa. Sem maður var Kristur fulltrúi okkar gagnvart dómstóli Guðs, sem Guð var hann fulltrúi allra í heiminum sem hafa syndgað. En fyrir hans benjar erum við læknuð.
Olíufjallið þjónaðu öðru mikilvægu hlutverki í konunglegu krýningarathöfninni. Það var frá þeim stað sem Jesús steig upp til himna eftir upprisuna. Auðmýkt hans hefur breyst í dýrð, hirð hans er nú tíu þúsundir tíu þúsunda himneskra hersveita, nærvera hans og andi fylla alheiminn, hann ríkir yfir öllu til heilla fyrir bræður hans og systur. Gegnum trúna erum við einnig konungborin í þessu himneska konungsríki.
Ekkert land í dag heldur jafn mikið uppá gamlar konungshefðir og Bretland. Elísabet II hefur gengt hlutverki sínu það lengi að aðeins eldri borgarar muna eftir krýningu hennar árið 1953 en nú styttist í að heimurinn fái að sjá nýjan einstakling krýndan. Nýi konungurinn mun stíga fram á sjónarsviðið í konunglegri skrúðgöngu, með gulli slegna kórónu heilags Edwards á höfðinu, með gull sprota í hendi (sem gerður var árið 1189), með konunglegan hanska á hendinni, gylltan hnött og gyllta konungsdjásnið um hálsinn.
Hversu ólík var konungleg innreið Jesú frá Olíufjallinu inn í Jerúsalem í samanburði við þetta? Hann reið á litlum asna sem var svo lítill að þó hann hefði lyft höfuðinu hátt þá hefði hann ekki náð að horfa yfir mannfjöldann. Þrátt fyrir þetta allt, þá áttaði mannfjöldinn sig á því að maðurinn sem reið asnanum væri konungborinn og sögðu: ,,Blessaður sé konungurinn sem kemur í nafni Drottins.” (Lúkasarguðspjall 19:38). Konunglegu klæðin sem biðu hans var gömul Rómversk herklæði, sprotinn sem hann fékk í hendur var smávaxin grein og kórónan sem lögð var á höfuð hans var ekki úr gulli heldur þyrnum.
Blóðið sem rann niður andlit hans undan þyrnunum var bæði blóð manns og blóð Guðs. Blóðið hafði mátt til að leysa og frelsa. Sem maður var Kristur fulltrúi okkar gagnvart dómstóli Guðs, sem Guð var hann fulltrúi allra í heiminum sem hafa syndgað. En fyrir hans benjar erum við læknuð.
Olíufjallið þjónaðu öðru mikilvægu hlutverki í konunglegu krýningarathöfninni. Það var frá þeim stað sem Jesús steig upp til himna eftir upprisuna. Auðmýkt hans hefur breyst í dýrð, hirð hans er nú tíu þúsundir tíu þúsunda himneskra hersveita, nærvera hans og andi fylla alheiminn, hann ríkir yfir öllu til heilla fyrir bræður hans og systur. Gegnum trúna erum við einnig konungborin í þessu himneska konungsríki.
Ritningin
About this Plan

Þessi lestraráætlun mun leiða þig í gegnum Páskaföstuna og inniheldur ótrúlegar sögur um þjáningu, fordæmingu og dauða Jesú í okkar stað.
More
Við viljum þakka Time of Grace starfinu fyrir að opna aðgang að þessari lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: www.timeofgrace.org