PáskasaganSýnishorn

The Story of Easter

DAY 4 OF 7

FIMMTUDAGUR.

Settu þig í spor fyrstu fylgjenda Krists sem voru vitni að dauða Hans. Hjarta þitt væri brostið. Hugur þinn væri á ferð og flugi. Þetta er engan veginn það sem átti að gerast hjá Konungi Gyðinga. Hann átti að lagfæra alla hluti. Laga hið brotna. Endurheimta hið týnda. En núna, þá virðist sem allt sé tapað. Allt er brotið. Ekkert er í lagi. Taktu frá tíma í dag til að reyna að lifa í þessu rými milli krossins og tómrar grafarinnar. Þegar vonin er farin. Áður en náðin kemur. Notaðu þessa tilfinningu sem eldsneyti til að biðja fyrir einhverjum sem þú veist að lifir á þessum stað á hverjum degi. Biddu Guð um að sýna þér hvernig þú getur náð til þeirra og bjóddu þeim að taka þátt í páskahátíðinni með þér um helgina.
Dag 3Dag 5

About this Plan

The Story of Easter

Hvernig myndir þú eyða síðustu viku lífs þíns vitandi að þetta væru lokadagarnir? Síðasta vika Jesús á jörðunni í formi manns var uppfull af eftirminnilegum augnablikum, spádómum sem rættust, náinni bæn, djúpum samræðum, táknrænum athöfnum og atburðum sem umbreyttu heiminum. Áætlunin er sett þannig upp að hún hefst mánudaginn fyrir Páska og með daglegum lestri mun hún leiða þig í gegnum Páskasöguna.

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church