PáskasaganSýnishorn

The Story of Easter

DAY 1 OF 7

MÁNUDAGUR.

Þessi kafli sýnir okkur einn helsta tilganginn með lífi Jesú hér á jörðu; að vera mannleg fyrirmynd í því hvernig Guð vill að við lifum lífi okkar. Jesús sagði; ,,breytið eftir mér." Ótrúlegasti hluti þessa boðorðs er að krafturinn til að lifa eftir því fylgir með í tilboðinu. Jesús biður okkur ekki um að reyna að lifa eins og Sonur Guðs í okkar eigin styrkleika - upprisa hans gaf okkur aðgang að krafti hans. Í dag skaltu hugleiða þá fyrirmynd sem Kristur eftirlét okkur. Með hvaða hætti getur þú þvegið fætur í þínu eigin umhverfi? Hvernig getur þú þjónað öðrum í þessum hversdaglegu kringumstæðum eins og Jesús þjónaði vinum sínum?
Dag 2

About this Plan

The Story of Easter

Hvernig myndir þú eyða síðustu viku lífs þíns vitandi að þetta væru lokadagarnir? Síðasta vika Jesús á jörðunni í formi manns var uppfull af eftirminnilegum augnablikum, spádómum sem rættust, náinni bæn, djúpum samræðum, táknrænum athöfnum og atburðum sem umbreyttu heiminum. Áætlunin er sett þannig upp að hún hefst mánudaginn fyrir Páska og með daglegum lestri mun hún leiða þig í gegnum Páskasöguna.

More

Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church