Biðjið fyrir ÍsraelSýnishorn
Biðjið fyrir Ísrael: Hjálpræði
Trúarlegur áhugi Gyðinga, hvort sem það er í Ísrael eða annars staðar, er áþekkur og hjá öðrum þjóðum. Sumir eru guðræknir, sumir minna og aðrir hafa enga trú. En það er skýrt samkvæmt Biblíunni að það er engin leið til föðurins nema í gegnum Yeshua (Jesús). Það er ekki önnur hjálpræðisleið fyrir Gyðinga, hún fæst fyrir trú á Messías, Jesús. Biðjið fyrir:
- Löngun eftir Jesú í hjörtum Gyðinga.
- Opnum huga fyrir hinum fjölmörgu spádómum um Messías í gamla sáttmálanum sem hafa ræst í Yeshua.
- Að hulunni verði svipt af augum þeirra svo þeir fái að sjá að Yeshua er sá Messías sem lofað var í þeirra heilögu ritningum.
Ritningin
About this Plan
Þjóðríkið Ísrael lýsti yfir sjálfstæði fyrir um það bil 70 árum síðan. Ólíkleg fæðing þessa litla nýja lýðræðis var merki um gríðarlegt kraftaverk og um leið rættist spádómur Biblíunnar. Biblían segir okkur að við ættum að biðja fyrir friði í Jerúsalem. Hér eru tillögur að bænarefnum sem þú getur stuðst við:
More
Við viljum þakka Jewish Voice Ministries International fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: https://www.jewishvoice.org/read/blog/12-ways-pray-against-anti-semitism