Biðjið fyrir ÍsraelSýnishorn

Praying For Israel

DAY 4 OF 5

Biðjið fyrir Ísrael: mismunandi hópar

Sérhvert þjóðfélag inniheldur hópa fólks sem er sameinað á einhvern hátt. Hér eru nokkrir hópar sem þú getur lyft upp til Guðs í bæn:

Þeir sem lifðu helförina af Kynslóðin sem lifði af helförina er fámennari með hverjum deginum sem líður. Hátt hlutfall þessarar kynslóðar lifir undir fátæktarmörkum í Ísrael og eru einmanna. Biðjið að nauðsynjum þeirra verði mætt, líkamlega, tilfinningalega og andlega. Biðjið að Guð muni opna augu þeirra fyrir Messiah Yeashua (Jesú) og að þau muni taka á móti honum í trú.

 
Innflytjendur Guð sagði að hann myndi safna fólkinu sínu til baka til Ísrael. Gyðingar um allan heim þrá "Aliyah” eða að flytjast búferlum til Ísrael. Margir hafa flust frá Eþíópíu, Indlandi, Rússlandi og annars staðar frá. En þegar þangað er komið þá er lífið ekki alltaf auðvelt. Vöntun á tungumálaþekkingu, menntun og hæfni eru oft mikil áskorun. Biðjið að innflytjendur nái að aðlagast og þrífast í Ísrael. Biðjið sömuleiðis fyrir því að þeir muni heyra fagnaðarerindið og geti lagt traust sitt á Yeshua. 


Messíanskir trúendur Í Ísrael eru hundruð þúsunda messíanskra Gyðinga sem þrá að sjá aðra Gyðinga komast til trúar á Jesú, Messíasi Gyðinganna. Biðjið fyrir þessum trúuðu einstaklingum að Guð muni nota þá til að opinbera kærleika sinn og fagnaðarerindi. 

Ritningin

Dag 3Dag 5

About this Plan

Praying For Israel

Þjóðríkið Ísrael lýsti yfir sjálfstæði fyrir um það bil 70 árum síðan. Ólíkleg fæðing þessa litla nýja lýðræðis var merki um gríðarlegt kraftaverk og um leið rættist spádómur Biblíunnar. Biblían segir okkur að við ættum að biðja fyrir friði í Jerúsalem. Hér eru tillögur að bænarefnum sem þú getur stuðst við:

More

Við viljum þakka Jewish Voice Ministries International fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: https://www.jewishvoice.org/read/blog/12-ways-pray-against-anti-semitism