Ást og hjónabandSýnishorn
Gamla útgáfan af sjálfum okkur er ekki nándar eins góð útgáfa af maka og nýja útgáfan af sjálfum okkur. Þessi ritningarvers skora á okkur að setja til hliðar skaðlega hegðun sem hefur neikvæð áhrif á heilbrigt hjónaband með því að tileinka okkur persónueiginleika Krists. Það lætur það vissulega hljóma auðveldar en það er. En lesið engu að síður versin saman upphátt og hlustið eftir einum syndlegum eiginleika sem ykkur finnst erfitt að losa ykkur við og einum guðlegum eiginleika sem ykkur finnst erfitt að íklæðast. Viðurkennið hvort fyrir öðru hvernig ykkur hafi misfarist að íklæðast guðlegum eiginleikum og biðjið maka ykkar um að fyrirgefa ykkur. Biðjið saman um að Guð megi gefa ykkur kraft til þess að íklæðast persónueinkennum hans aftur og aftur alla daga.
Ritningin
About this Plan
Með því að skoða hjónabandið í samhengi ritningarinnar þá gefum við Guði tækifæri til þess að opinbera fyrir okkur nýja sýn á sambönd okkar og styrkja þannig tengslin. Þessi lestraráætlun býður upp á stuttan daglegan lestur í ritningunni ásamt hugleiðingum hvern dag til að ýta undir samtöl og bæn við maka þinn. Þessi fimm daga áætlun er skammtíma skuldbinding til þess að styrka ævilangt samband ykkar. Til að fá frekari upplýsingar skoðaðu finds.life.church
More
Við viljum þakka Life.Church fyrir þessa lestraráætlun um ást og hjónaband. Frekari upplýsingar má finna á www.life.church