Biblían lifirSýnishorn
Biblían veitir okkur styrk
Ýmindaðu þér að þú myndir kynna þig fyrir manneskju frá öðru landi með því að segjast tilheyra hópi fólks sem nafn þeirra þýðir "bullarar" á þínu tungumáli. Það er einmitt það sem nafnið "Popoluca" þýðir fyrir þeim sem tilheyra innfæddum frá Veracruz í Mexíkó.
Enn þann dag í dag er "Popoluca" notað til að lýsa hópi 35.000 manns sem lifa á því svæði og tala þeirra tungumál. Þeir sem tala það þó kalla það "Nuntajɨ̱yi" eða "hin beina ræða."
þótt Nuntajɨ̱yi gæti sýnst óverulegt fyrir sumum, þá er það Þannig að Þeir sem geta lesið eða hlustað á Nýja Testamenntið á sínu móðurmáli skilja það betur og það skiptir Hann sem skapaði það miklu máli. Carolina er ein af þessu fólki. Barnabarn eins þeirra sem þýddu Popoluca Nýja Testamenntið. Carolina er fyrsta Popoluca konan til að útskrifast úr háskóla. Hún tileinkaði líf sitt því að deila Orði Guðs á hennar móðurmáli og nú leiðir hóp sem vinnur að þýðingu á 50 af Sálmum Biblíunnar.
"Þegar við lesum Biblíuna á spænsku þá virðist þađ vera til einskis en þegar við lesum hana á okkar eigin tungumáli þá talar hún beint til hjartans okkar. Hún snertir við hjörtum okkar, hún hreyfir við okkur vegna þess að við virkilega skiljum hana núna."
Carolina er virkur þáttakandi í samfélagi YouVersion, hún notar YouVersion reglulega til að stúdera Orð Guðs á Nuntajɨ̱yi.
"Við erum ánægð að þið hafið sett okkar orð inn í appið ykkar því nú getur hver sem er í heiminum séð Það, okkar tungumál er þarna innan um önnur algeng tungumál. Það er svo oft sem okkar tungumál er ekki metið að verðeikum en nú getum við séð að tungumál okkar er mikils metið."
Í dag skaltu taka þér stund til að Þakka Guði fyrir að Þú eigir Biblíuna til á þínu tungumáli. Þakkaðu Guði fyrir Carolinu og þúsundir annarra Biblíu þýðenda sem eru að störfum í heiminum í dag. Vegna trúfesti þeirra og ástríðu þá heldur Orð Guðs áfram að breiðast út til allra svæða á jörðinni og umbreytir sjálfsmynd fólks sem heyrir það og skilur.
Ritningin
About this Plan
Frá upphafi tímans hefur orđ Guđs endurreist hjörtu og huga fòlks og Guđ er ekki búinn enn. Í þessari 7 daga lestraráætlun munum viđ líta nánar á hvernig Guđ notar Biblíuna til ađ hafa áhrif á mannkynssöguna og breyta lífum fólks um allan heim.
More