Biblían lifirSýnishorn
Biblían breytir þjóðum
Í upphafi 18. aldar var 12 ára gamall drengur frá Nígeríu og fjölskylda hans numin á brott frá heimili sínu og þvinguð á þrælaskip frá Portúgal sem stefndi til Ameríku. Áður en báturinn gat lagt úr höfn þá réðust til atlögu á skipið menn sem voru í andspyrnuhreyfingu gegn þrælasölunum og þeir voru teknir höndum. Drengnum og fjölskyldu hans var veitt frelsi og send til Sierra Leone. Þar uppgvötvar hann kraftinn í Biblíunni.
Eftir að hann tók kristna trú byrjaði Samuel Ajayi Crowther að læra fjöldamörg tungumál og fer í trúboðsferðir til landana í kringum Sierra Leone. En allan þennan tíma var hann að lesa og læra um Biblíuna á Ensku því hún var ekki til á móðurmáli hans í Nígeríu nefnt Yoruba.
Þetta þýddi að það fólk í Nígeríu sem skyldi ekki Ensku gat ekki lesið Guðs Orð sjàlft. Ajayi hjálpaði til við að Þýða Biblíuna á þeirra tungumál.
Þegar hann kláraði þýđinguna á Yoruba Biblíunni þá hélt hann áfram að þýða Biblíuna á önnur tungumál sem töluð eru í Nígeríu svo enn fleira fólk gæti fengiđ ađ kynnst því nýja lífi sem hann hafði fundið í Jesú.
Crowther var síðar kosinn biskup af Biskupakirkjunni í Nígeríu, þar með varð hann fyrsti svertinginn til að verða biskup í Biskupakirkjunni. Í dag er Biskupakirkjan í Nígeríu næst stærsta hérað Biskupakirkjunnar í heiminum með yfir 18 miljón meðlimi sem hafa tekið skírn.
Sami Guð og vann í gegnum Crowther langar líka að vinna í gegnum þig til að hafa áhrif á heiminn í gegnum Hans Orð. Það er fólk þarna úti sem aðeins þú ert í fullkominni aðstöðu til að ná til.
Þannig að í dag skaltu biðja Guð um að opinbera fyrir þér hvaða hlutverk þú getir leikið í sögunni sem hann er að segja og horft á hvernig Hann gerir meira í gegnum líf þitt heldur en þú hefur nokkurn tímann beðið um hugsađ eđa ýmindað þér.
About this Plan
Frá upphafi tímans hefur orđ Guđs endurreist hjörtu og huga fòlks og Guđ er ekki búinn enn. Í þessari 7 daga lestraráætlun munum viđ líta nánar á hvernig Guđ notar Biblíuna til ađ hafa áhrif á mannkynssöguna og breyta lífum fólks um allan heim.
More