Líf heilindisSýnishorn

A Life Of Integrity

DAY 4 OF 4

"Þetta er val"

Heilindi eru ekki skilgreind með því að lýsa því yfir að vera hreinskilin(n); það er skilgreint af þeim ákvörðunum sem við tökum. Þegar það kemur að heilindum, þá verða orð okkar að vera samhljóma verkum okkar. Við getum ekki bara sagt lifa lífum okkar af heilindum. Við verðum að velja það.

Fyrir mig, þá snýr erfiðasta atriði heilindis að peningum. Ég óttast það sem framtíðin gæti borið í skauti sér og þessi ótti hefur látið mig, í gegnum líf mitt, farið í málamiðlanir hvað heilindi mín varðar. Þegar ég var í háskóla, þá var mér sagt að ég gæti ekki skilað glænýju skópari, af því að ég var ekki með upprunalega kassann. Svo að... ég tók kassa af hillunni og hélt áfram að skila skónum í öðrum kassa, jafnvel þó að ég vissi að það þýddi að ég myndi fá meiri peninga til baka en ég hafði borgað. Gat ég réttlætt það? Auðvitað. Gerði ég það? Já. Það er sárt að viðurkenna það, en ég endaði á að velja blekkingu og þjófnað.

Að lifa lífi sínu af heilindum er erfitt val, af því að það biður okkur um að afneita eigingjörnum löngunum okkar. Við missum af tækifærinu að fá það sem við viljum, þegar við viljum það og á þann hátt sem við viljum það. Það að afneita löngunum okkar er ekki auðvelt, þægilegt eða skemmtilegt. Það er stór hluti af því sem gerir það svona erfitt að lifa lífi sínu af heilindum.

Það eru þrjú atriði sem hjálpa að taka ákvarðanir sem byggja á heilindum. Í fyrsta lagi, veljið að hugsa um þá staðreynd að hvað sem við öðlumst í augnablikinu, varir einungis í augnablik. Sannleikur Guðs varir um lífstíð. Í öðru lagi, veljið að hugsa um afleiðingarnar. Afleiðingarnar af því að skila skónum voru mun meiri en að tapa 2500kr. Í þriðja lagi, veljið að kafa ofan í Orð Guðs. Með því að planta hjartanu okkar djúpt í sannleika Hans, getum við lifað samkvæmt þeim heilindum sem þar eru boðuð.

Að lifa lífi sínu af heilindum merkir að velja það að það sem Guð sagði sé rétt, jafnvel þegar enginn er að horfa, og jafnvel þegar valið er ekki auðvelt. Guð neyðir okkur ekki til þess að lifa lífi sem einkennist af heilindum, en þegar við skiljum það, þá þarf ekki að neyða okkur til þess. Við veljum það af því að það þýðir að lifa samkvæmt lífstíl sem gefur líf. Þú munt ekki sjá eftir því að velja það að taka ákvarðanir sem einkennast af heilindum!
Dag 3

About this Plan

A Life Of Integrity

Segirðu það sem þú meinar og meinarðu það sem þú segir? Stemma verk þín og orð við það sem þú segir og trúir? Í nútímasamfélaginu, þá er erfitt að lifa lífi sem einkennist af heilindum. Þessi lestraráætlun mun hjálpar þér að skoða hvernig maður byggir upp líf sem einkennist af heilindi.

More

Við viljum þakka Markey Motsinger fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: markeymotsinger.com