Líf heilindisSýnishorn

A Life Of Integrity

DAY 2 OF 4

“Vegurinn til heilindis”

Aðeins Andi Guðs getur skapað heilindi í okkur, en allt í heiminum getur stolið því frá okkur. Fólk og kringumstæður munu viljandi og óviljandi spilla fyrir og fara í málamiðlanir með heilindi okkar. Við erum ekki fædd með heilindi í hjarta og ef við viljum það, þá verðum við að berjast fyrir því.

Ef við viljum berjast fyrir djúpgrónum heilindum, þá verðum við að þekkja náið, skilja og elska sannleika Guðs. Það er þessi sannleikur sem þróar visku inn í líf okkar og hjálpar okkur að greina og beita þeim stöðlum og takmörkum sem mynda hjarta uppfullt af heilindum.

Að berjast þýðir líka að við umkringjum okkur með fólki sem er alltaf að fylgjast með okkur og gera okkur ábyrg. Syndir margfaldast í þögninni og virðast litlar ef ábyrgðina skortir. Við erum mun líklegri til að fara í málamiðlanir ef öllum er sama um það sem við erum að gera eða munu aldrei komast að því. Að vera ábyrg(ur) gagnvart öðrum er erfitt, en það er lykilatriði til þess að við öxlum ábyrgð fyrir orð okkar og verk.

Að berjast fyrir heilindum mun auka getu okkar til þess að mæta og breyta þeim hindrunum sem staðfastlega ýta okkur út í það að fara í málamiðlanir með sannleika Guðs. Hún gerir okkur það aðeins auðveldara fyrir að lofa ekki einhverju sem við getum ekki staðið við, að skipta um störf eða finna annan vinahóp.

Að berjast þýðir ekki að við verðum fullkomin. Við hrösum öll. Við gerum öll mistök. Sama hversu mikil heilindi við höfum, þá verðum við aldrei fullkomin. Þetta á sérstaklega við á tímum ótta, hamfara og óreiðu þegar freistingin er jafnvel enn meiri að velja vitlaust. Lykilatriðið er að axla ábyrgð á verkum þínum og viðurkenna mistökin okkar. Það að vera með heilindi í hjarta hjálpar okkur að bera kennsl á mistök og sækjast eftir náð Guðs og fyrirgefningu.

Heilindi eru ekki eitthvað sem þú ert annað hvort ert með eða ekki; það er lífsstíll sem við verðum að vinna vísvitandi að. Leitastu með ásettu ráði eftir sannleika Guðs og visku. Berjumst gegn öllu sem reynir að draga athygli okkar frá og reyna ræna heilindum frá okkur. Taktu ákvörðun um að keppa að því sem skiptir máli.
Dag 1Dag 3

About this Plan

A Life Of Integrity

Segirðu það sem þú meinar og meinarðu það sem þú segir? Stemma verk þín og orð við það sem þú segir og trúir? Í nútímasamfélaginu, þá er erfitt að lifa lífi sem einkennist af heilindum. Þessi lestraráætlun mun hjálpar þér að skoða hvernig maður byggir upp líf sem einkennist af heilindi.

More

Við viljum þakka Markey Motsinger fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: markeymotsinger.com