Líf heilindisSýnishorn
"Hvað eru heilindi"
Það er erfitt að skilgreina heilindi. Í orðabókinni er orðið skilgreint sem ,,heiðarleiki og falsleysi í samskiptum." Í hversdags lífinu, þá eru heilindi skilgreind sem að vera heiðarleg(ur) og traustsins verð(ur). Ef við skilgreinum heilindi okkar á þessum tveimur skilgreiningum, þá endum við á því að lifa lífi okkar út frá siðferðislegum sannleik sem við veljum og vonum að aðrir sjái okkur sem traustsins verð og sönn. Báðar þessar skilgreiningar eru réttar en, á sama tíma, ófullkomnar. Heilindi eru líka svo miklu meira.
Sönn heilindi eru einfaldlega þetta, að lifa og tala samkvæmt því sem Guð segir að sé rétt. Heilindi þýðir að byggja orð okkar og verk á lífsreglum Hans og sannleika. Af hverju er það byggt á lífsreglum Guðs? Hann er höfundur alls sem er satt og rétt. Þegar við lifum lífum okkar þar sem við lýsum því yfir að Guð sé skapari okkar, þá verðum við að skilja það að Hann skapaði okkur til þess að lifa lífi byggt á sannleiksstöðlum Hans.
Hann skapaði okkur til þess að meðtaka siðareglur okkar frá Honum. Allir aðrir staðir þar sem við finnum gildi okkar eða sannleika eru manngerðar skoðanir, og þar af leiðandi, ekki sönn heilindi. Sannleikur Hans er það eina sem mun leiða okkur til lífs byggt á heilindum. Svo að, það að lifa lífi af heilindum þýðir að segja já við því sem Guð segir að sé rétt og gott, sama hverjar afleiðingarnar eru.
Heilindi eru dýrmætari en ríkidómar og mikilvægari en þægindi okkar. Það að bera kennsl á og trúa því að Orð Guðs sé eini mælikvarðinn til að meta og þróa kjarnagildi okkar er fyrsta skrefið í því að þróa með okkur heilindi. Ákveddu í dag að byrja að opna hjarta þitt að lífstíl þar sem þú veist hvað heilindi eru og hvaðan þau koma.
Það er erfitt að skilgreina heilindi. Í orðabókinni er orðið skilgreint sem ,,heiðarleiki og falsleysi í samskiptum." Í hversdags lífinu, þá eru heilindi skilgreind sem að vera heiðarleg(ur) og traustsins verð(ur). Ef við skilgreinum heilindi okkar á þessum tveimur skilgreiningum, þá endum við á því að lifa lífi okkar út frá siðferðislegum sannleik sem við veljum og vonum að aðrir sjái okkur sem traustsins verð og sönn. Báðar þessar skilgreiningar eru réttar en, á sama tíma, ófullkomnar. Heilindi eru líka svo miklu meira.
Sönn heilindi eru einfaldlega þetta, að lifa og tala samkvæmt því sem Guð segir að sé rétt. Heilindi þýðir að byggja orð okkar og verk á lífsreglum Hans og sannleika. Af hverju er það byggt á lífsreglum Guðs? Hann er höfundur alls sem er satt og rétt. Þegar við lifum lífum okkar þar sem við lýsum því yfir að Guð sé skapari okkar, þá verðum við að skilja það að Hann skapaði okkur til þess að lifa lífi byggt á sannleiksstöðlum Hans.
Hann skapaði okkur til þess að meðtaka siðareglur okkar frá Honum. Allir aðrir staðir þar sem við finnum gildi okkar eða sannleika eru manngerðar skoðanir, og þar af leiðandi, ekki sönn heilindi. Sannleikur Hans er það eina sem mun leiða okkur til lífs byggt á heilindum. Svo að, það að lifa lífi af heilindum þýðir að segja já við því sem Guð segir að sé rétt og gott, sama hverjar afleiðingarnar eru.
Heilindi eru dýrmætari en ríkidómar og mikilvægari en þægindi okkar. Það að bera kennsl á og trúa því að Orð Guðs sé eini mælikvarðinn til að meta og þróa kjarnagildi okkar er fyrsta skrefið í því að þróa með okkur heilindi. Ákveddu í dag að byrja að opna hjarta þitt að lífstíl þar sem þú veist hvað heilindi eru og hvaðan þau koma.
Ritningin
About this Plan
Segirðu það sem þú meinar og meinarðu það sem þú segir? Stemma verk þín og orð við það sem þú segir og trúir? Í nútímasamfélaginu, þá er erfitt að lifa lífi sem einkennist af heilindum. Þessi lestraráætlun mun hjálpar þér að skoða hvernig maður byggir upp líf sem einkennist af heilindi.
More
Við viljum þakka Markey Motsinger fyrir að útvega þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: markeymotsinger.com