1
Opinberunarbókin 5:9
Biblían (2007)
Og þeir sungu nýjan söng: Verður ert þú að taka við bókinni og rjúfa innsigli hennar því að þér var slátrað og með blóði þínu keyptir þú Guði til handa menn af sérhverri kynkvísl og tungu, lýð og þjóð.
Compare
Explore Opinberunarbókin 5:9
2
Opinberunarbókin 5:12
Þeir sögðu með hárri röddu: Maklegt er lambið slátraða að fá máttinn og ríkdóminn, visku og kraft, heiður og dýrð og lofgjörð.
Explore Opinberunarbókin 5:12
3
Opinberunarbókin 5:10
Og þú gerðir þá að konungum og prestum Guði vorum til handa. Og þeir munu ríkja á jörðunni.
Explore Opinberunarbókin 5:10
4
Opinberunarbókin 5:13
Þá heyrði ég að allt sem skapað er á himni og jörðu, undir jörðunni og á hafinu, og allt sem í þeim er, tók undir og sagði: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu, sé lof og heiður, dýrð og kraftur um aldir alda.
Explore Opinberunarbókin 5:13
5
Opinberunarbókin 5:5
En einn af öldungunum segir við mig: „Grát þú eigi! Sjá, sigrað hefur ljónið af Júda ættkvísl, rótarkvistur Davíðs. Hann getur lokið upp bókinni og rofið innsigli hennar sjö.“
Explore Opinberunarbókin 5:5
Home
Bible
Plans
Videos