Og þeir hrópuðu hárri röddu og sögðu: „Hversu lengi skal bíða þess, þú Alvaldur, heilagur og sannur, að þú dæmir og hefnir blóðs vors á íbúum jarðar?“ Og þeim var fengin, hverjum og einum, hvít skikkja. Og þeim var sagt að þeir skyldu enn hvílast litla hríð, þangað til trúsystkin þeirra, sem þjónuðu Guði eins og þeir, fylltu töluna. Þau áttu að deyðast eins og þeir.