Og Jesús tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum til að bera fram fyrir mannfjöldann. Fiskunum tveim skipti hann og meðal allra. Og allir neyttu og urðu mettir. Þeir tóku saman brauðbitana er fylltu tólf körfur, svo og fiskleifarnar.