Sýn Biblíunnar á félagslegar breytingarSýnishorn
Aðföng
Manstu eftir tímabili í þínu lífi þegar þér fannst stærðin eða umfangið á verkefni eða áskorun í þínu lífi vera yfirþyrmandi? Hvernig leið þér á þeim tímapunkti? Hvað gerðir þú?
Vinkonu minni, henni Maríu, leið einnig svona. Líf hennar í Úganda var erfitt. Eiginmaður hennar hvarf og skildi hana eftir með fjögur lítil börn. Þau bjuggu í moldarkofa með hripleku þaki og áttu eina geit. María vann þegar hún gat og þannig náði hún afla sér peninga en það dugði þó ekki til að brauðfæða hana og börnin hennar. Það var heldur ekki til peningur til þess að borga skólagjöld fyrir börnin hennar.
Dag einn heyrði María um Biblíulestrarhóp sem hittist í kirkjunni nálægt staðnum þar sem hún bjó. Sjálf hafði hún mætt reglulega í kirkjuna þrátt fyrir að vera ekki sjálf trúuð. Þegar hún heyrði að Jesú hafði brauðfætt fimm þúsund manns á einum degi áttaði hún sig á því að Guði var umhugað um fólk sem var svangt! Biblíulestrarhópurinn las saman hvernig Jesú hvatti lærisveina sína til þess að vinna saman til þess að tryggja það að allir fengu að borða. Á þeirri stundu upplifði María, ásamt hinum í hópnum, innblástur til að byrja að skipuleggja öðruvísi framtíð fyrir börnin sín en hún hafði sjálf upplifað.
María og fjölskylda hannar byrjuðu að rækta garðinn sinn, seldu afraksturinn og með því náðu þau að safna nægu fjármagni til þess að kaupa nokkur hænsni, síðar nokkur svín og að lokum tvær kýr. Þessi ákvörðun hafði á endanum mikil áhrif á líf þeirra með því að auka fjölbreytni í matarræði, betri fatnað, fjármagn fyrir skólagjöldum, betra húsnæði og lyf fyrir börnin þegar þau veiktust.
Það geislar af Maríu í dag. Hún gengur trúargönguna með Drottni og sér hvernig hann hefur hjálpað henni og börnunum hennar að sjá þeim farborða.
Íhugaðu þetta:
Þegar við hugsum um þær áskoranir sem samfélagið okkar stendur frammi fyrir og áttum okkur á eigin skorti á aðföngum, hvaða uppörvun getum við tekið úr sögu Maríu?
Ritningin
About this Plan
Mörgum kristnum hópum er umhugað um að mæta annað hvort andlegum eða líkamlegum þörfum meðlima sinna. Hver eiga forgangsmál okkar sem kristinna einstaklinga að vera? Hvað getur Biblían kennt okkur um þessi málefni?
More