Nettengd Biblía Fyrir BörnSýnishorn

Nettengd Biblía Fyrir Börn

DAY 6 OF 7

Jesús sagði lærisveinum sínum frá himneskum vistarverum. Hann sagði við þá, ’’Í húsi föður míns eru mörg glæsileg híbýli’’. Vafalaust eru vistarverurnar á himnum mun glæsilegri en við getum ímyndað okkur.

Jesús sagði við þá, ’’Ég fer til að búa ykkur stað. Og þegar allt er reiðubúið, kem ég að sækja ykkur. Síðan verðið þið alltaf hjá mér þar sem ég er.’’ Eftir að hann reis upp frá dauðum, og á meðan hann var að blessa þá, hvarf Jesús upp í skýin, og var tekinn upp til himna.

Það vita þeir sem kristnir eru að Jesús lofaði því að hann mundi koma til að sækja þá þegar tíminn er kominn. Jesús sagðist mundi koma skyndilega, og öllum að óvörum. En hvað um kristið fólk sem deyr áður en hann kemur?

Í Opinberunarbók biblíunnar segir Jóhannes okkur að það sé undursamlegt á himnum. Að best af öllu sé, á sinn sérstæða hátt, að heimili Guðs sé á himnum. Guð er allstaðar, en hásæti hans er á himnum.

Englar og aðrar himneskar verur dýrka Guð á himnum. Svo gera allir þeir sem dáið hafa og farið hafa til himna. Þeir syngja himneska tónlist og dýrka Guð.

Hér eru fáein orð úr einum sálminum sem þeir syngja: VERÐUR ERT ÞÚ, ÞVÍ ÞÚ HEFUR LEYST MENN ÚR VIÐJUM TIL GUÐS MEÐ BLÓÐI ÞÍNU AF SÉRHVERRI KYNKVÍSL,TUNGU, LÍÐ OG ÞJÓÐ, OG GERT ÞÁ AÐ KONUNGUM OG PRESTUM GUÐI TIL HANDA. (Opinb.5: 9-10)

Í lok biblíunnar er himnaríki lýst sem ’’Nýju Jerúsalem’’, mikilli og stórri borg með háum vegg allt í kring. Veggurinn er gerður úr kristalglærum jaspissteini og undirstöðusteinar útveggjarins eru þaktir litríkum og dýrmætum gimsteinum og eðalsteinum. Hvert borgarhlið er byggt úr einstakri, stórri perlu!

Perluhliðum himnaríkis er aldrei lokað. þau eru alltaf opin. Við skulum nú fara og kíkja inn. .ÓTRÚLEGT! Þvílík fegurð! Stræti borgarinnar eru úr skíragulli, tæru sem glampandi gleri.

Svo sáum við á lífsvatnsins. Áin er tær eins og kristall. Hún rennur frá hásæti Guðs og lambsins. Beggja vegna árinnar er hið sérstæða lífsins tré, sem á hverjum mánuði ber tólf mismunandi tegundir ávaxta. Og lauf þessa merkilega trés eru notuð til lækningar þjóðunum.

Á himnum er hvorki þörf fyrir sólskin né lampaljós. Guð sjálfur er ljós himnaríkis. Ljós hans skín viðstöðulaust. Á himnum er aldrei nótt.

Dýrin á himnum haga sér öðruvísi en jarðardýr. Á himnum eru öll dýr spök og vingjarnleg. Úlfar og lömb bíta gras hlið við hlið. Ljón og naut éta saman hey. ’’Hvergi á mínu heilaga fjalli munu þau gera mein, né valda nokkrum skaða.’’ segir Drottinn.

Er við gáum betur að, kemur í ljós að fleira er öðruvísi á himnum. Ekki bærist nokkurs staðar á eigingirni eða slagsmálum, og hvergi heyrast skammaryrði. Hurðalæsingar þekkjast ekki og ekki heldur þjófar. Lygarar, morðingjar, galdramenn og önnur slík ómenni, er hvergi að finna. Synd þekkist ekki á himnum.

Á himnum eru sorgartár ekki til. Algengt er að kristið fólk, sem aðrir jarðarbúar, gráti af sorgum sínum. En þegar hinir trúuðu eru komnir til himna, þerrar Guð tár þeirra.

Á himnum hafa allir eilíft líf og munu ríkja með Guði að eilífu. Sorg, sársauka og grát er hvergi að finna á himnum. Ekki heldur veikindi, skilnað eða jarðarfarir. Sælir eru þeir sem búa á himnum, því þeir munu að eilífu vera hjá Guði.

Himnaríki er fyrir alla þá sem í einlægni hafa tekið trú á Jesú Krist, jafnt fyrir stráka sem stelpur, og fullorðna líka. Jesús tekur þeim með opnum örmum.

Á himnum er merkileg bók sem kallast lífs bók lambsins. Hún er full af mannanöfnum. Veist þú hvaða nöfn eru í þessari bók? Nöfn allra þeirra sem í hjarta sínu trúa á Jesú. Er þitt nafn í þessari bók?

Rétt í lok biblíunnar er að finna þetta fallega boð: ’’Andinn og brúðurin segja: Komdu! Og lát þann sem heyrir segja: Komdu! Og lát alla koma sem þyrstir eru. Og hver sem vill fær lífsvatnið ókeypis.’’

Endir

Dag 5Dag 7

About this Plan

Nettengd Biblía Fyrir Börn

Hvernig byrjaði allt? Hvar komum við frá? Hvers vegna er það svo mikið eymd í heiminum? Er einhver von? Er líf eftir dauðann? Finndu svörin sem þú lest þessa sanna sögu heimsins.

More

Við viljum þakka Bible for Children, Inc. fyrir að veita þessa áætlun. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farðu á: https://bibleforchildren.org/languages/icelandic/stories.php