Nettengd Biblía Fyrir BörnSýnishorn

Nettengd Biblía Fyrir Börn

DAY 2 OF 7

GUÐ SKAPAÐI ALLT! Adam, fyrsti maðurinn sem Guð skapaði, og eiginkona hans Eva, bjuggu í dásamlegum garði sem hét Eden. Þau nutu félagsskapar Guðs og voru honum hlýðin. Þau voru hamingjusöm þar til dag nokkurn ...

’’Sagði Guð að þið mættuð ekki éta af neinu tré í garðinum?’’ spurði höggormurinn Evu. ’’Við megum éta alla ávexti nema einn’’svaraði hún. Ef við étum eða snertum þennan ávöxt, munum við deyja. ’’Þið munuð ekki deyja,’’ sagði höggormurinn.

’’Þið munuð verða eins og Guð.’’ Evu langaði í ávöxtinn af þessu tré. Hún hlýddi á höggorminn og át ávöxtinn.

Eftir að óhlýðnast Guði, bauð hún Adam að éta af ávextinum líka. Adam hefði átt að segja, ’’ Nei! Ég ætla ekki að óhlýðnast orði Guðs.’’

Eftir að Adam og Eva höfðu syndgað, uppgötvuðu þau að þau voru nakin. Þau gerðu sér mittisskílur úr fíkjuviðarblöðum og földu sig fyrir Guði á milli trjánna.

Guð gekk inn í garðinn í kvöldsvalanum. Hann vissi hvað Adam og Eva höfðu gert. Adam ásakaði Evu. Eva ásakaði höggorminn. Þá sagði Guð, ’’Höggormurinn skal vera bölvaður. Konan mun líða miklar þjáningar og þrautir við barnsfæðingar.’’

Við Adam sagði hann: ’ Af því að þú hefur syndgað, mun jörðin vera bölvuð með þyrnum og þistlum. Af erfiði og svita munt þú neita matar þíns.’’

Vegna syndar þeirra vísaði Guð Adam og Evu út úr hinum dásamlega garði, og voru þau nú aðskilin frá Guði.

Guð bjó til skinnklæði fyrir Adam og Evu. En hvaðan fékk hann skinnin? Hann varnaði þeim inngöngu í garðinn með logandi sverði.

Síðar eignuðust þau börn. Fyrsti sonur þeirra, Kain, varð akuryrkjumaður. Svo fæddist bróðir hans Abel, en hann varð hjarðmaður.

Dag nokkurn færði Kain Guði fórn af uppskeru jarðarinnar. Abel færði Guði fórn af frumburðum hjarðar sinnar. Og Guð var Abel þakklátur fyrir fórn hans.

Guð var ekki ánægður með fórn Kains, og varð Kain mjög reiður. En Guð sagði, ’’Er það ekki svo að þú getir verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt?’’

Skömmu síðar, er bræðurnir voru úti á akri, réðst Kain í reyði sinni á Abel og drap hann!

Þá sagði Guð við Kain. ’’Hvar er Abel bróðir þinn?’’ ’’Það veit ég ekki,’’ laug Kain. ’’Á ég að gæta bróður míns?’’ Guð hegndi Kain með því að gera hann að landflótta flakkara, og óhæfan til akuryrkju.

Kain gekk nú burt frá augliti Drottins, og tapaði nærveru hans. Síðar giftist Kain dóttur Adams og Evu og eignuðust þau fjölda afkomenda.

Síðar meir byggði Kain borg sem átti eftir að fyllast af afkomendum hans. Hann nefndi borgina í höfuðið á einum sona sinna.

Afkomendum Adams og Evu hélt áfram að fjölga. Á þeim tímum náði fólk miklu hærri aldri en í dag.

Þegar Set, sonur Evu fæddist, sagði hún, ’’Guð, gefðu mér Set í stað Abels.’’ Set elskaði Guð og þjónaði honum vel. Hann varð 912 ára gamall og átti mörg börn.

Illska fólksins jókst eftir því sem fólkinu fjölgaði á jörðinni, kynslóð eftir kynslóð. Endanlega ákvað Guð að útrýma mannkyninu og ...

. . öllum dýrum og fuglum. Guð sá eftir að hafa skapað manninn. En Guð hafði velþóknun á einum manni ...

Þessi maður hét Nói og var afkomandi Sets. Nói var réttlátur og saklaus maður. Hann gekk með Guði.

Nói kenndi sonum sínum þremur að hlýðnast Guði. Nú var ætlun Guðs að nota Nóa á mjög sérstæðan og óvenjulegan hátt.

Endir

Dag 1Dag 3

About this Plan

Nettengd Biblía Fyrir Börn

Hvernig byrjaði allt? Hvar komum við frá? Hvers vegna er það svo mikið eymd í heiminum? Er einhver von? Er líf eftir dauðann? Finndu svörin sem þú lest þessa sanna sögu heimsins.

More

Við viljum þakka Bible for Children, Inc. fyrir að veita þessa áætlun. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farðu á: https://bibleforchildren.org/languages/icelandic/stories.php