Nettengd Biblía Fyrir BörnSýnishorn

Nettengd Biblía Fyrir Börn

DAY 3 OF 7

Nói var maður sem dýrkaði Guð, en allir aðrir Vanvirtu og óhlýðnuðust Guði. Guð sagði við Nóa. ’’Vegna spillingar mannkynsins mun ég afmá allt líf af jörðinni,’’ Aðeins þú og fjölskylda þín munu bjargast.’’

Guð varaði Nóa við að gífurlegt flóð mundi koma yfir alla jörðina. Og Guð sagði við Nóa. ’’Smíðaðu örk úr viði, bát nógu stóran fyrir fjölskyldu þína og fjölda dýra.’’ Guð gaf Nóa nákvæm fyrirmæli. Nói hófst handa án tafar!

Sennilega hefur fólk gert gys að Nóa þegar hann sagði þeim frá örkinni. Á meðan Nói hélt áfram að byggja, sagði hann fólkinu frá Guði, en enginn hlustaði.

Nói hafði mikla trú. Í þá daga var rigning óþekkt fyrirbæri, en Nói hafði óbifandi trú á Guði. Svo kom að því að örkin var fullsmíðuð og tilbúin.

Þá birtust öll dýrin samkvæmt kalli Guðs. Sjö af sumum tegundum og tvö af öðrum. Stórir og litlir fuglar, og dýr af öllum tegundum og stærðum komu um borð í örkina.

Líklegt er að fólkið hafi gert grín að Nóa er hann fyllti örkina af dýrum. Án þess að hafa nokkurn skilning á því sem var að ske, hélt fólkið áfram að syndga gegn Guði.

Loksins voru öll dýrin komin um borð í örkina. Guð sagði við Nóa, ’’Komið þið nú, þú og fjölskylda þín í örkina.’’ Nói, kona hans, synir hans þrír og konur þeirra, gengu nú öll um borð í örkina.

Þá kom hellirigning sem dundi yfir jörðina fjörutíu daga og fjörutíu nætur.

Flóðgáttir himinsins opnuðust og regnið helltist yfir alla jörðina. Ekki hætti að rigna fyrr en öll fjöll voru komin í kaf. Allt sem hafði lífsanda dó og var afmáð af jörðinni.

Vatnið óx og lyfti örkinni upp á yfirborðið. Sennilegt er að það hafi verið myrkur og hálf draugalegt í örkinni, en örkin verndaði Nóa fyrir flóðinu.

Eftir fimm mánuði sendi Guð vind til að blása yfir jörðina. Þegar vatnið rénaði settist örkin á tinda Araratfjalls. Nói hélt kyrru fyrir í örkinni í fjörutíu daga á meðan vatnið var í rénum.

Nói sendi hrafn og dúfu út um glugga arkarinnar. Dúfan fann hvergi þurran stað á jörðinni og snéri aftur til Nóa.

Viku síðar reyndi Nói aftur og snéri dúfan til arkarinnar með grænt ólífuviðarblað í nefinu. Næstu viku vissi Nói að landið var orðið þurrt því dúfan kom ekki til baka.

Guð sagði Nóa að tími væri kominn til að yfirgefa örkina svo Nói og fjölskylda slepptu dýrunum frjálsum.

Nói hlýtur að hafa verið yfir sig þakklátur. Hann byggði altari og færði Guði brennifórn í þakklætisskyni fyrir að hafa bjargað sér og fjölskyldu hans frá hinu hræðilega flóði.

Guð lofaði Nóa að hann mundi aldrei aftur láta flóð koma yfir jörðina og tortíma öllu lífi jarðarinnar. Sem tákn þessa loforðs setti Guð regnbogann í ský himinsins.

Eftir hið mikla flóð hófu Nói og fjölskylda hans nýtt líf á nýjum stað, og frá þeim og þeirra afkomendum byggðist öll jörðin. Og frá Nóa og börnum hans eru allar þjóðir heimsins komnar.

Endir

Dag 2Dag 4

About this Plan

Nettengd Biblía Fyrir Börn

Hvernig byrjaði allt? Hvar komum við frá? Hvers vegna er það svo mikið eymd í heiminum? Er einhver von? Er líf eftir dauðann? Finndu svörin sem þú lest þessa sanna sögu heimsins.

More

Við viljum þakka Bible for Children, Inc. fyrir að veita þessa áætlun. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast farðu á: https://bibleforchildren.org/languages/icelandic/stories.php