Að stunda viðskipti á andlega sviðinuSýnishorn
Látnir menn fara ekki í zipplínu
Í gær ræddum við um að krossfesta ekki hinn upprisna mann. Þegar við gerum Guðs vilja... vitandi að Guð fer fyrir okkur og andi hans er í okkur... þá göngum við um örugg, ánægð og full af djörfung. Þessu lífi gætum við aldrei lifað þegar við erum buguð af synd okkar og vesæld.
Ég varði mörgum árum í kirkju sem var heltekin af auðmýkt. Ekki á heilbrigðan máta. Þarna höfðum við ekki áhrif á líf annarra fyrir Jesú nafn. En þegar ég sannarlega byrjaði að ganga með Jesú og gera hans vilja þá byrjaði ég að upplifa sannkallað ævintýri! Ég hef skemmt mér konunglega við að lifa þessum nýja lífsstíl. Allir þeir sem velja að ganga þessa leið geta upplifað það sama.
Mig langar að deila með ykkur sögu um hann Mark en hann vann hjá fyrirtæki í eigu trúleysingja, sem var Gyðingur. Mark var byrjaður að ganga með Jesú og lifði kristilegu líf og hann ákvað að byrja að biðja fyrir fólki sem hann vann með.
Dag einn heyrði hann eigandann sem var með mígreni kvarta undan höfuðverk. Markús beit á jaxlinn og safnaði hugrekki til að bjóðast til að biðja fyrir manninum. Í örvæntingu sinni samþykkti yfirmaðurinn það. Mark sagði snögga bæn og maðurinn læknaðist á staðnum! Yfirmaðurinn var yfir sig hrifinn en sagan endar ekki þar.
Stuttu síðar leigði fyrirtækið út ziplínu aðstöðu á iðnaðarráðstefnu í Las Vegas. Þetta var mikilvægt tækifæri fyrir forsvarsmenn félagsins til að tengjast viðskiptavinum sínum. Þegar viðburðurinn vað að byrja skall á mikið þrumuveður. Rekstraraðili ziplínunnar tilkynnti yfirmanninum að hann gæti ekki haldið starfseminni áfram í svo slæmu veðriu. Það sé of hættulegt að stjórna zipplínu í slíkum stormi
Hinn vantrúaði yfirmaður kallaði á Mark og bað hann um að biðja bæn til Guðs að beina storminum frá ziplínu viðburði sínum
Nú veit ég ekki með þig, en ég hugsa þetta hafi verið hálf ógnvekjandi aðstæður. Að biðja fyrir því að losna við höfuðverk er eitt. En þetta var gríðarlegur stormur. Myndi Guð hjálpa honum í þessu máli?
En Mark lét reyna á þetta, hann stökk fyrir handan hornið til að senda vinum sínum og fjölskyldu skilaboð og bað þau um að biðja með sér fyrir þessu. Á meðan hann var að senda sms heyrði hann í rödd yfirmanns síns marga metra í burtu. Hann hafði safnað viðskiptavinunum saman til að útskýra hvernig þetta myndi virka...
"Okkur hefur verið sagt að vegna óveðursins sem skollið er á þurfi þeir að loka á zipplínuna. En starfsmaður okkar, Mark, ætlar að flytja bæn. Og þá fer óveðrið í aðra átt og við getum haldið áfram að renna okkur í zipplínunni. Takk fyrir þolinmæðina."
Mark fékk vægt sjokk þegar hann heyrði þetta. En um það leyti sendi vinur hans skilaboð til baka um að hann sæi sýn af "hvelfingu verndar" yfir zipplínunni í huga sínum. Þá hófst Mark handa við að biðja fyrir því að stormurinn breytti um stefnu.
Stormurinn hélt áfram nálgast þau. En svo gerðist dálítið undalegt. Óveðursskýin virtust klofna í tvennt. Óveðrið gekk yfir til vinstri og hægri. Zipline svæðið fékk ekki dropa af rigningu. Einhver sem stóð í fjarlægð tók reyndar mynd af atriðinu og það leit út fyrir að það væri hvelfing yfir zipplínunni. Svæði þar sem ekki rigndi.
Þarna fékk Guð dýrðina. Margir hafa líklega verið snortnir og þessi saga fór vítt og breitt um landið. Mark fékk mikla virðingu frá forstjóranum. Hvern heldurðu að yfirmaðurinn kalli á næst þegar hann hefur erfiða ákvörðun að taka?
Tókstu eftir því að Mark þurfti ekki að vera forstjóri til að hafa mikil áhrif? Rétt eins og Daníel, Jósef og Ester í Gamla testamentinu þá þarftu ekki að vera forstjóri til að gegna mikilvægu hlutverki.
Áhrif Markúsar gætu haft mikil áhrif á nýjar vörur og stefnu fyrirtækisins. Og eins og þessar persónur Gamla testamentisins gæti Mark verið fyrsta manneskjan sem yfirmaðurinn kallar á í kreppu.
Hvað með þig? Ert þú að koma þér í aðstæður þar sem þú gætir haft áhrif? Treystir þú Guði til að starfa með þér við að láta himnaríki birtast á jörðu? Heimurinn hrópar á lausnir á litlum og stórum vandamálum af öllum gerðum. Þau miklu vandamál sem fylgdu nýafstöðnum heimsfaraldri sýndu okkur það.
Guð bíður eftir því að við leitum til hans eftir visku og innsæi, svo við getum beitt lausnum himins á jörðu og kennt leiðir hans og fundið lausnir á vandamálum heimsins. Sami kraftur býr í þér og sem Jesús beitti er hann framkvæmdi sín kraftaverk, þessi kraftur getur umbreytt vinnu þinni, viðskiptum, samfélagi og þjóð.
Þetta er aðeins byrjunin. Ef þú vilt taka þátt í öflugu samfélagi trúaðra sem stunda viðskipti á andlega sviðinu, smelltu á þetta LINK til að læra meira. Við getum gert þetta í sameiningu!
About this Plan
Ég trúði lygi í mörg ár. Þessi lygi er allt of algeng meðal kristinna manna. Ég trúði á veraldlega heilaga tvískiptingu eða það sem á enskunni kallast: "secular-sacred dichotomy." Og það hélt aftur af mér. Má bjóða þér að skoða með mér hvernig Guð vill styrkja okkur og blessa til að ná árangri í viðskiptum og einnig í lífinu sjálfu. Við höfum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á heiminn en flestir "ráðherrar í fullu starfi" og þessi biblíuáætlun mun sýna þér hvernig!
More