Að stunda viðskipti á andlega sviðinuSýnishorn
Ekki krossfesta hinn upprisna mann
Þegar við vinnum á andlega sviðinu er mikilvægt að krossfesta ekki hinn upprisna mann.
Bíddu við... ha? Hvað þýðir það?
Um það bil sjö sinnum í guðspjöllunum bauð Jesús fylgjendum sínum að deyja að okkur sjálfum. Ég tek það fram að við deyjum fyrir okkar eigin sjálfhverfu, illu þrár og setjum ríkið og konunginn í fyrsta sæti.
Í Rómverjabréfinu 6 til 8 vísar Páll til þess að lifa upprisnu lífi um það bil 40 sinnum. Þetta er okkar köllun... að lifa í upprisukrafti Jesú það sem eftir er ævinnar.
"En bíddu við," sagði ekki Jóhannes skírari að Hann verður að vaxa í mér en sjálfur verð ég að minnka. Ætti það ekki að vera bænin okkar?
Almennt séð held ég ekki. Jóhannes, mesti spámaður allra, samkvæmt Jesú, táknaði endalok tímabils. Lokun Gamla sáttmálans. Endalok tímabils lögmálsins og spámannanna. Jóhannes og skilaboð hans voru á leiðinni út og nýjir tímar að taka við.
Dauði og upprisa Jesú myndi táknaði nýja tíma í mannkynssögunni. Ný tegund sköpunar var við það að koma inn á sjónarsviðið: Manneskjur sem Guð bjó innra með. Það er það sem þú ert.
Þannig að kannski þarf fókusinn þinn að breytast. Frekar en að einblína á hvað á að drepa hið innra, þá er kannski kominn tími til að sjá hvað andinn vill hámarka í ykkur. (Að einbeita sér að því að drepa synd virkar samt ekki. Að einbeita sér að því að hámarka ástríðu okkar fyrir Jesú er lækningin fyrir syndina)
Þú og ég erum kölluð til að losa okkur og aðra undan eigingirni. En ekki til að losna við þær þrár sem andinn hrærir innra með okkur. Þú ert ytri, líkamleg birtingarmynd Jesú sem býr á jörðinni í dag. Heilagur andi klæðist þér eins og hanski.
Guð mun nota óskir ykkar, þrár, ástríður, hæfileika, persónuleika og útlit. Ég ruglaðist á þessu á árum áður. Ég hélt að löngun mín til að ná árangri í viðskiptum væri hluti af eigingirni minni sem ég þurfti að losa mig við. "... og ég verð að minnka." En það var líklega hluti af þessari fölsku veraldlegu-helgu tvískiptingu. Knúinn áfram af rödd óvinarins.
Við sem trúuð erum ættu að vera í fremstu röð í viðskiptum, uppfinningum, tækni, tísku, listum og tónlist. En við komumst aldrei þangað ef við erum bara að reyna að drepa upprisna manninn.
Og við komumst aldrei þangað ef við erum afbrýðisöm út í einhvern annan. Ef þú skilur ákall Guðs um líf þitt, ástríðu Guðs fyrir þér og takmarkalausa getu Guðs til að koma himni til jarðar í gegnum þig, myndirðu aldrei vilja vera neinn annar. Lestu þessa setningu aftur og hugsaðu um hana.
Svo hvaða þrár hefur Guð sett í þig? Hefur þú gleymt gömlum draumum sem Jesú vill vinna með þér í? Hvaða nýju drauma vill hann að þið eltið í dag? Ég bið þess að þú munir ganga í fullri djörfung köllun þinni og lifa lífinu til fulls. Hann mun fá dýrðina og þú munt fá að lifa spennandi lífi!
En honum, sem í oss verkar með krafti sínum megnar að gera langt fram yfir allt það sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú með öllum kynslóðum um aldir alda. Amen. (Efesusbréfið 3:20-21)
About this Plan
Ég trúði lygi í mörg ár. Þessi lygi er allt of algeng meðal kristinna manna. Ég trúði á veraldlega heilaga tvískiptingu eða það sem á enskunni kallast: "secular-sacred dichotomy." Og það hélt aftur af mér. Má bjóða þér að skoða með mér hvernig Guð vill styrkja okkur og blessa til að ná árangri í viðskiptum og einnig í lífinu sjálfu. Við höfum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á heiminn en flestir "ráðherrar í fullu starfi" og þessi biblíuáætlun mun sýna þér hvernig!
More