Að stunda viðskipti á andlega sviðinuSýnishorn

Doing Business Supernaturally

DAY 4 OF 6

Endalausir möguleikar

Áttaru þig á möguleikum þínum?

Þú veist það kannski ekki, en þú hefur miklu meiri möguleika heldur en Bill Gates! Einn auðugasti maður heims er takmarkaður að vissu leiti en það mun ekki hindra þig ef þú ert fylgjandi Krists. Við skulum skoða staðreyndir...

1. Bill Gates var gerður í mynd Guðs. (Fyrsta Mósebók 1:27) Skapari okkar horfði í spegilinn þegar hann bjó til Bill Gates. Og það á einnig við um ykkur, bræður og systur.

2. Þú hefur Krist í þér, von hans um dýrð. (Kól 1:27) Mér sýnist samt ekki sem svo að Bill Gates hafi þann kost.

3. Þú hefur huga Krists. (1 Kor 2:16) En það virðist Bill Gates ekki hafa.

4. Þú hefur heilagan anda. Guð býr innra með þér! (1 Kor 3:16) Aftur, annar kostur sem þú hefur fram yfir Herra Gates.

Svo það má segja að Bill Gates starfi aðeins á fjórðungi af afkastagetu þinni. Vinir mínir, við verðum að byrja að trúa á eigin hjálpræði! Og hvaða áhrif það getur haft á líf okkar og starf.

Ef Bill Gates og aðrir sem hafa áorkað eins miklu og þeir hafa án aðgangi að anda Guðs hugsið ykkur þá bara hvað þið getið sjálf gert ef þið bara trúið því. Hugleiddu nú um stund hve magnað það er að hafa aðgang að guðdómlegri visku og sköpunargáfu.

Það er kominn tími til að við tökum trú okkar alvarlega og beitum henni í lífi okkar og starfi. Það er kominn tími til að við komum með skapandi lausnir og nýjungar Guðs til að leysa vandamál heimsins. Það eru vandamál alls staðar. Sum eru á heimsmælikvarða en önnur kunna að virðast ekki eins merkileg. En ef það er mikilvægt fyrir þig, þá er það mikilvægt fyrir Guð.

Matt McPherson var mikill guðsmaður em hafði einnig yndi af bogaveiðum. Dag einn heyrði hann Greinilega Guð segja: "Ég veit öll svör við öllum vandamálum í heiminum. Ef menn myndu bara spyrja mig, þá myndi ég gefa þeim þessi svör.

Nú hefði Matt getað beðið um að fá að finna lausn á hungri í heiminum. Eða hvernig hann gæti komið á heimsfriði. Það sem hann gerði var að biðja Guð að hjálpa sér að byggja betri samsettan boga.

Sjáðu til, samsettir bogar höfðu verið fundnir upp um 1960 og þeir voru með tvo kamba. En hönnuðir höfðu í meira en áratug lent í vandræðum með að finna hina fullkomnu hönnun sem virkaði almennilega. Þessi tegund boga olli því veiðimönnum oft ákveðnum erfiðleikum.

Um tveimur vikum síðar vaknaði Matt um miðja nótt. Hann sagði að svo virtist sem blaði af minnisbókarpappír væri vikið fyrir framan andlit hans. Á henni var skýringarmynd af samsettum boga sem var handteiknuð. Hann settist upp og byrjaði að afrita teikninguna. Hann áttaði sig á því að þessi bogi var ólíkur öllum öðrum samsettum bogum hann hafði nokkru sinni séð. Þessi bogi var með einum kamb í stað tveggja.

Þú gerir þér líklega grein fyrir því að Honda selur mikið af bílum og græðir lítið á hverjum bíl. Og Rolls Royce selur mjög fáa bíla en græðir mikið á hverjum bíl. Matt McPherson stofnaði Mathews Inc., og eru þeir nú stærsti bogfimiframleiðandi í heimi. Og ólíkt Honda græðir Mathews mjög mikið á hverjum boga.

Matt hélt áfram að finna upp nýjungar. Meðal annars nýja tegund af kassagítar. McPherson Gítararnir hans eru taldir með þeim bestu í heimi. Matt gengur enn þann dagi í dag um verslunarmiðstöðvar í Wisconsin og deilir fagnaðarerindinu með fólki þar. Hann er alltaf með Guð með sér í hverju sem hann gerir.

Svo hvers vegna ekki þú líka? Hvers vegna ætti Guð ekki notað þig til að leysa vandamál á landsvísu... í þínu bæjarfélagi eða á þínum vinnustað? Heimurinn hrópar á lausnir og fólk Guðs hefur aðgang að visku Guðs það eina sem við þurfum að gera er að biðja

Þegar ég sagði þér fyrst frá bæn Matt McPherson hér að ofan, hugsaðir þú þá með þér: hvurslags eiginlega er þetta? Guðrækin maður ætti að biðja um eitthvað meira... eitthvað guðdómlegra Ef svo er, þá hefur þú kannski fallið í gildru hinnar veraldlegu heilögu tvískiptingar.

Dag 3Dag 5

About this Plan

Doing Business Supernaturally

Ég trúði lygi í mörg ár. Þessi lygi er allt of algeng meðal kristinna manna. Ég trúði á veraldlega heilaga tvískiptingu eða það sem á enskunni kallast: "secular-sacred dichotomy." Og það hélt aftur af mér. Má bjóða þér að skoða með mér hvernig Guð vill styrkja okkur og blessa til að ná árangri í viðskiptum og einnig í lífinu sjálfu. Við höfum fleiri tækifæri til að hafa áhrif á heiminn en flestir "ráðherrar í fullu starfi" og þessi biblíuáætlun mun sýna þér hvernig!

More

Við viljum þakka Thistlebend Ministries fyrir þessa lestraráætlun. Frekari upplýsingar má finna á: http://dbs.godsbetterway.com/