Að trúa því að Guð sé góður sama hvaðSýnishorn
Að eiga auðvelt með að finna
Það að leita að gæsku Guðs daglega hjálpar okkur að vænta þess að góðir hlutir muni birtast í lífi okkar. Gæska Guðs er ekki í felum og velþóknun hans birtist ekki í takmörkuðu magni... við þurfum bara að hafa augu sem leitast eftir að finna. Við erum ekki alltaf meðvituð um velþóknun Guðs sem er ástæðan fyrir því að postulinn Páll bað fyrir því að vinir hans væru vel uppfræddir.
Páll skrifaði til kirkjunnar í Efesus og sagði þeim að hann bæði fyrir því að ,,augu hjarta [þeirra] væru vel upplýst." Þetta er málið: velþóknun er allt í kringum okkur. Þegar ég byrja að leita að góðum hlutum í lífi mínu uppgötva ég að það er hægt að finna þá alls staðar, jafnvel á ólíklegustu stöðum. Stundum þegar velþóknun Guðs virðist ósýnileg er hún að vinna á sem bestan hátt fyrir okkur. Þjálfaðu augu þín til að sjá hið góða og horfa á hið góða opinberast rétt fyrir handan sérhvert horn.
Velþóknun Guðs getur dregist að þér með viðhorfi þínu og hugarfari og henni getur verið haldið frá þér af því líka. Velþóknun kann að að vera óhlutdræg frá einni manneskju til annarrar, en það þýðir ekki að hún sé ekki samrýmanleg viðhorfi og hugarfari allra. Þegar við veljum að vera góðir ,,finnendur" eykur það velþóknun Guðs í lífi okkar.
Hugsaðu um það: Hvernig getur þú byrjað að endurþjálfa huga þinn til þess að beina athygli þinni að góðum hlutum?
BÆN: Þakka þér Guð fyrir að gefa mér getuna til þess að endurþjálfa huga minn svo að ég geti séð meira af hinu góða sem er hluti af lífi mínu. Ég vil verða góður ,,finnandi" svo að ég geti hugsað um og vænt meira af velþóknun þinni daglega. Í Jesú nafni. Amen.
About this Plan
Í dag eru ákveðin skilaboð, bæði utan og innan kirkjunnar, sem hafa mengað hin sönnu skilaboð um náð Guðs. Sannleikurinn er sá að Guð er ekki skyldugur að útvega okkur góðum hlutum—en hann langar til þess! Þessi 5 daga lestraráætlun getur hjálpað þér að líta í kringum þig, á ferskan hátt, með augum sem að geta skorið í gegnum daglegu brenglunina og séð hina óneitanlegu og óhóflegu gæsku Guðs.
More