Að trúa því að Guð sé góður sama hvaðSýnishorn
Það er engin gæska aðskilin frá Guði.
Sumt fólk gerir ráð fyrir því að Guð sé reiður mestallan tímann og að velþóknun hans vari einungis í augnablik en Biblían segir okkur að því sé einmitt öfugt farið! Þú ert alltaf augnakonfekt hans, jafnvel þegar þér líður eins og myglaður ávöxtur.
Guð er hættur að hugsa um þennan slæma hlut sem þú gerðir eða þetta skelfilega sem þú sagðir. Hann kann að hafa verið reiður eða orðið fyrir vonbrigðum um stundarsakir, en hann er hættur að hugsa um það. Hvað með þig? Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að falla í ónáð vegna einhverra mistaka.
Gæska Guðs varir áfram og er endalaus. Velþóknun hans er alltaf í kringum okkur, yfir okkur og með okkur; velþóknun Guðs varir um eilífð!
Í raun, þá varir gæska ekki þegar hún er aðskilin frá Guði, hún átti ekki sitt eigið upphaf út af fyrir sig, til hliðar við eða í burtu frá honum. Hún er pottþétt ekki eitthvað sem á upphaf sitt að rekja til mannanna.(Þarftu að kenna börnunum þínum að haga sér illa eða að vera góð?).
Guð er uppspretta allrar gæsku og allra góðra hluta. Sumt fólk aðskilur enn gott frá Guði, sem getur tekið frá nauðsyn mannsins til að þakka, heiðra og tilbiðja hann.
Þessi lestraráætlun snýst um að hefja ferðalagið sem að felst í því að þjálfa augun þín í að sjá annars óséða gæsku Guðs og hvernig velþóknun hans lítur út í þínu daglega lífi. Næstu 5 daga munt þú byrja að sjá líf þitt frá sjónarhorni velþóknunar Guðs.
Hugsaðu um það: Hvaða dæmi um góða hluti í lífi þínu er auðvelt að horfa fram hjá?
BÆN:Guð, þakka þér fyrir að vera nálægur í lífi mínu. Hjálpaðu mér að opna augu mín til að sjá að þú ert uppspretta alls hins góða og að þú færir gæsku í líf mitt sérhvern dag. Í Jesú nafni. Amen.
Ritningin
About this Plan
Í dag eru ákveðin skilaboð, bæði utan og innan kirkjunnar, sem hafa mengað hin sönnu skilaboð um náð Guðs. Sannleikurinn er sá að Guð er ekki skyldugur að útvega okkur góðum hlutum—en hann langar til þess! Þessi 5 daga lestraráætlun getur hjálpað þér að líta í kringum þig, á ferskan hátt, með augum sem að geta skorið í gegnum daglegu brenglunina og séð hina óneitanlegu og óhóflegu gæsku Guðs.
More