Að nota tíma þinn fyrir GuðSýnishorn

Using Your Time for God

DAY 4 OF 4

Búðu til dagskrá

Notaðu frítíma þinn til að ástunda það sem auðgar líf þitt. Lestur er gagnleg leið til að nýta tíma sinn. Ágústínus ráðlagði trúuðum að læra eins marga hluti og mögulegt er, þar sem allur sannleikur er sannleikur Guðs. Önnur hugðarefni/afþreying sem auðga lífið eru þau sem tengjast hverskonar listum. Ég nýt þess einnig að leysa krossgátur til að örva heilasellurnar og auka fjölbreytni í orðaforða mínum.

Finndu leiðir til að svindla á ,,Óla Lokbrá." Ég hef vanið mig á að fara að sofa milli klukkan átta og níu á kvöldin þegar ég mögulega get og vakna klukkan fjögur að morgni. Þetta hefur valdið frábærri byltingu á deginum hjá mér. Fyrstu stundir dagsins eru lausar við áreiti og truflun og er dásamlegur tími til að lesa, biðja og skrifa.

Notaðu aksturstíma til að læra. Akstur er hversdagsleg iðja sem gefur huga okkar kost á að gera fleira en að fylgjast með því sem gerist á veginum. Kostir hljóðbóka eða hlaðvarps geta komið að góðum notum á slíkum stundum.

Að lokum, í flestum tilfellum veitir vel skipulögð dagskrá frekar frelsi en ánauð. Áætlanir hjálpa gríðarlega til að skipuleggja tíma okkar og ættu því frekar að vera vinir okkar en óvinir. Þær hjálpa okkur við að finna takt í lífinu með Guði.

Coram Deo: Að lifa fyrir augliti Guðs

Ef þú ert ekki með vel skipulagða dagskrá skaltu búa til eina slíka og nota hana það sem eftir er vikunnar. Svo skaltu meta hvernig það hjálpaði þér að endurheimta tímann. Ef þú ert þegar með vel skipulagða dagskrá skaltu taka smá tíma til að fara yfir hana og biðja um leiðsögn og að forgangsröðunin sé rétt.

Höfundarréttur © Ligonier Ministries. Fáðu ókeypis bók eftir R.C. Sproul á Ligonier.org/freeresource.

Dag 3

About this Plan

Using Your Time for God

4 daga hugleiðing eftir R.C Sproul sem fjallar um að nota tíma þinn fyrir Guð. Hver hugleiðing kallar þig til að lifa í nærveru Guðs, undir hans handleiðslu, honum til dýrðar.

More

Við þökkum Ligonier Ministries fyrir þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á ligonier.org/yourversion