Að nota tíma þinn fyrir GuðSýnishorn

Using Your Time for God

DAY 1 OF 4

Notaðu tíma þinn vel

Þegar ég var í grunnskóla var ég oft spurður: „Hvað er uppáhalds námsfagið þitt?“ Svarið var annað hvort frímínútur eða leikfimi. Svarið opinberaði langanir mínar. Ég kaus alltaf leik framar vinnu. Heimspekilegar vangaveltur mínar um spurningu spurninganna ​​„Af hverju?“ áttu sér hins vegar stað á leið minni í skólann milli þess þegar ég gerði mér að leik að ganga á gangstéttarkantinum eins og sirkusfimleikamaður á línu.

Ég spurði sjálfan mig um tilgang lífsins þar sem ég þurfti að eyða fimm dögum í viku í að gera það sem ég vildi ekki gera bara svo ég gæti leikið mér um helgar. Alla virka daga mætti ég til að leika mér á skólavellinum klukkutíma áður en skólinn byrjaði, ekki til þess að ná forskoti á námsefninu heldur til þess að endurheimta leiktíma áður en skólabjallan hringdi. Fyrir mér þýddi þessi endurheimt á tíma að ég var að bjarga dýrmætum leikmínútum frá nauðsynlegum vinnustundum sem biðu mín.

Ég hef áttað mig á því að þegar Páll postuli áminnti lesendur sína um að „nota hverja stund, því að dagarnir eru vondir.“ (Efesusbréfið 5:16), þá eru vinnubrögð mín ekki akkúrat það sem hann hafði í huga. Hvatning hans var að nýta tímann vel til vinnu á akri Drottins.

Coram Deo: Að lifa fyrir augliti Guðs

Notar þú tímann þinn skynsamlega fyrir ríki Guðs?

Höfundarréttur © Ligonier Ministries. Fáðu fría bók eftir R.C. Sproul á Ligonier.org/freeresource.

Dag 2

About this Plan

Using Your Time for God

4 daga hugleiðing eftir R.C Sproul sem fjallar um að nota tíma þinn fyrir Guð. Hver hugleiðing kallar þig til að lifa í nærveru Guðs, undir hans handleiðslu, honum til dýrðar.

More

Við þökkum Ligonier Ministries fyrir þessa áætlun. Frekari upplýsingar má finna á ligonier.org/yourversion