Að nota tíma þinn fyrir GuðSýnishorn
Að sigra klukkuna
Ég hef tileinkað mér tækni til að hjálpa mér að sigra klukkuna. Þessi tækni getur vonandi hjálpað þér líka.
Ég geri mér grein fyrir því að allur tími minn er tími Guðs og allan minn tíma hef ég fengið frá honum. Guð á mig og tíma minn og hann hefur gert mig að ráðsmanni þessa tíma. Ég get skuldbundið mig á þessum stundum til að vinna fyrir aðra, heimsækja annað fólk o.s.frv., en það er tími sem ég ber ábyrgð á og þarf að gera grein fyrir.
Hægt er að endurheimta tíma með einbeitingu og fókus. Mesta tímasóunin á sér yfirleitt stað í huga okkar. Hendur okkar geta verið uppteknar en hugur okkar aðgerðalaus. Sömuleiðis geta hendur okkar verið aðgerðalausar meðan hugur okkar er upptekinn. Dagdraumar og ýmis konar fantasíur hugans eru dæmi um leiðir þar sem hugsunum er sóað. Að einbeita huga okkar að þeim verkefnum sem eru fyrir framan okkur - gerir okkur kleift að nýta tímann vel.
Hugurinn getur endurheimt dýrmætan tíma við venjulegar og hversdagslega athafnir. Til dæmis þarf ekki mikillar hugsunar við að fara í sturtu. Við slíkar athafnir er hugurinn frjáls og hefur svigrúm til að leysa vandamál eða vera skapandi. Fjölmargar hugmyndir mínar, greinar og fyrirlestrar verða til í sturtunni. Þegar ég spilaði golf komst ég að því að tíminn sem ég hafði á milli högga var frábær tími til að semja ræður.
Coram Deo: Að lifa frammi fyrir augliti Guðs
Vertu meðvitaður um hvert þú beinir huganum í dag. Reyndu að endurheimta dýrmætan tíma við hversdagslegar athafnir með því að hugsa um þá hluti sem gefa þér eilíft gildi.
Höfundarréttur © Ligonier Ministries. Fáðu ókeypis bók eftir R.C. Sproul á Ligonier.org/freeresource.
Ritningin
About this Plan
4 daga hugleiðing eftir R.C Sproul sem fjallar um að nota tíma þinn fyrir Guð. Hver hugleiðing kallar þig til að lifa í nærveru Guðs, undir hans handleiðslu, honum til dýrðar.
More