Jesaja 23
23
Gegn Týrus og Sídon
1Boðskapur um Týrus:
Kveinið, Tarsisskip,
höfn yðar er eyðilögð.
Við heimkomu frá landi Kitta
barst þeim fregnin.
2Verið hljóðir,#23.2 Annar lesháttur: Kveinið. strandbúar,
kaupmenn frá Sídon
sem hafið umboðsmenn í förum
3víða um höf.
Kornið sem sáð var við Síkor,
uppskeran við Níl,
gaf þeim arð af verslun við margar þjóðir.
4Fyrirverð þig, Sídon, virkið við hafið sem segir:
„Ég tók ekki jóðsótt og ég fæddi ekki,
ég fóstraði ekki unga drengi
og ól ekki upp meyjar.“
5Þegar fregnin barst til Egypta
og þeir fréttu um Týrus
tóku þeir að skjálfa.
6Farið yfir til Tarsis,
grátið, þér sem á ströndinni búið.
7Er þetta gleðiborgin mikla
sem stofnuð var í fyrndinni?
Íbúar hennar fóru
til að setjast að í fjarlægum löndum.
8Hver hefur búið Týrus slík örlög,
henni sem veitti kórónur,
þar sem kaupmenn voru höfðingjar
og sölumenn hennar meðal tignarmanna á jörðu?
9Drottinn allsherjar ákvað þetta
til að vanvirða allan upphafinn glæsileika
og lægja tignarmenn á jörðinni.
10Ræktaðu land þitt, dóttirin Tarsis,
því að enginn smíðar lengur skip.#23.10 Annar lesháttur: engin höfn er lengur til.
11Drottinn rétti hönd sína út yfir hafið,
lét konungsríki riða
og bauð að virki Kanverja skyldu brotin.
12Hann sagði: „Þú kætist ekki framar,
þú svívirta mær, dóttirin Síon.
Af stað. Farðu yfir til Kitta
en þar bíða þín engin grið.“
13Lítið á land Kaldea.
Þeir eru þjóð sem ekki er lengur til.
Assúr ákvað að setja hana á skip.
Hann reisti umsátursturna,
reif niður hallir þeirra,
lagði landið í rúst.
14Kveinið, Tarsisskip,
því að höfn yðar var lögð í eyði.
15Á þeim degi mun Týrus gleymast í sjötíu ár, æviár konungs. Að sjötíu árum liðnum fer fyrir Týrus eins og sagt er í kvæðinu um skækjuna:
16Gríptu gígjuna,
gakktu um í borginni,
þú gleymda skækja.
Leiktu fagurlega,
syngdu lengi
svo að þín verði minnst.
17Að þeim sjötíu árum liðnum mun Drottinn hafa afskipti af Týrus. Hún mun að nýju afla sér skækjulauna og hórast með öllum konungsríkjum veraldar á yfirborði jarðar. 18En tekjur hennar og skækjulaun verða helguð Drottni. Þau verða hvorki geymd né þeim safnað í sjóð heldur verða tekjur hennar fengnar þeim sem búa frammi fyrir Drottni svo að þeir geti etið sig sadda og klæðst veglega.
Currently Selected:
Jesaja 23: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007