Jesaja 20
20
Fyrirboði um fall Egyptalands og Kúss
1Árið sem yfirhershöfðinginn kom til Asdód, sendur af Sargon Assýríukonungi, réðst hann á borgina og vann hana. 2Á þeim tíma talaði Drottinn fyrir munn Jesaja Amotssonar og sagði: „Farðu og leystu hærusekkinn af lendum þér og dragðu ilskóna af fótum þér.“ Hann gerði það og gekk um nakinn og berfættur.
3Þá sagði Drottinn: „Eins og Jesaja, þjónn minn, hefur í þrjú ár gengið um nakinn og berfættur sem tákn um Egyptaland og Kús, 4eins mun Assýríukonungur leiða á brott bandingja frá Egyptalandi og útlaga frá Kús, bæði unga og gamla, nakta og berfætta með bakhlutana bera, Egyptum til smánar. 5Þá munu þeir skelfast og verða fyrir vonbrigðum vegna Kúss sem þeir reiddu sig á og vegna Egyptalands sem þeir stærðu sig af.
6Á þeim degi munu þeir sem búa hér á ströndinni segja: Þannig fór von vor. Vér flýðum til þeirra í von um hjálp og björgun undan Assýríukonungi. Hvernig getum vér nú bjargast?“
Currently Selected:
Jesaja 20: BIBLIAN07
Highlight
Share
Copy
![None](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimageproxy.youversionapi.com%2F58%2Fhttps%3A%2F%2Fweb-assets.youversion.com%2Fapp-icons%2Fen.png&w=128&q=75)
Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in
Icelandic DC Bible © Icelandic Bible Society, 2007