Logotip YouVersion
Search Icon

Fyrsta Mósebók 6

6
Hetjurnar forðum daga
1Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. 2Þá sáu synir Guðs#6.2 Eða: guðasynirnir. hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á.
3Þá sagði Drottinn: „Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár.“
4Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.
Illska mannanna
5Drottinn sá nú að illska mannanna var mikil orðin á jörðinni og að allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills. 6Þá iðraðist hann þess að hafa skapað mennina á jörðinni og hann hryggðist í hjarta sínu 7og sagði: „Ég vil afmá mennina, sem ég skapaði, af jörðinni, bæði menn og kvikfé, skriðdýr og fugla himins, því að mig iðrar þess að hafa gert þá.“
8En Nói fann náð fyrir augum Drottins.
Nói og örkin
9Þetta er saga Nóa:
Nói var réttlátur og vandaður maður á sinni tíð. Hann gekk með Guði.
10Nóa fæddust þrír synir, Sem, Kam og Jafet.
11Jörðin var spillt í augum Guðs og full ranglætis. 12Og Guð sá að hún var spillt því að allir menn á jörðinni höfðu spillt líferni sínu.
13Og Guð sagði við Nóa: „Ég hef ákveðið endalok allra manna á jörðinni því að jörðin er full orðin af ranglæti þeirra vegna. Nú eyði ég þeim ásamt jörðinni. 14En þú skalt gera þér örk af góferviði. Hafðu vistarverur í örkinni og bikaðu hana utan og innan. 15Þannig skaltu smíða hana: Lengd arkarinnar sé þrjú hundruð álnir, breidd hennar fimmtíu álnir og hæð hennar þrjátíu álnir. 16Settu þekju á örkina og hafðu alin milli hennar og hliða arkarinnar. Þú skalt setja dyrnar á hlið hennar og hafa þrjú þilför, neðst, í miðju og efst. 17En ég læt vatnsflóð steypast yfir jörðina til að tortíma öllu holdi sem lífsanda dregur undir himninum. Allt sem á jörðinni er skal farast. 18En ég mun stofna til sáttmála við þig. Þú skalt ganga í örkina, þú og synir þínir, kona þín og tengdadætur þínar með þér. 19Láttu ganga með þér í örkina tvennt af hverju, karlkyns og kvenkyns, af öllum lífverum til þess að þær haldi lífi með þér. 20Til þín skulu þau ganga, af fuglunum eftir þeirra tegundum, af búfénu eftir þeirra tegundum og af skriðdýrum jarðarinnar eftir þeirra tegundum, tvennt af öllu, til þess að þau megi lífi halda. 21En þú skalt taka af öllu sem etið er og safna því að þér og það skal vera ykkur til viðurværis.“
22Og Nói gerði allt eins og Guð bauð honum.

Označeno

Share

Copy

None

Want to have your highlights saved across all your devices? Sign up or sign in