1
Fyrsta Mósebók 6:6
Biblían (2007)
Þá iðraðist hann þess að hafa skapað mennina á jörðinni og hann hryggðist í hjarta sínu
Primerjaj
Explore Fyrsta Mósebók 6:6
2
Fyrsta Mósebók 6:5
Drottinn sá nú að illska mannanna var mikil orðin á jörðinni og að allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills.
Explore Fyrsta Mósebók 6:5
3
Fyrsta Mósebók 6:8
En Nói fann náð fyrir augum Drottins.
Explore Fyrsta Mósebók 6:8
4
Fyrsta Mósebók 6:9
Þetta er saga Nóa: Nói var réttlátur og vandaður maður á sinni tíð. Hann gekk með Guði.
Explore Fyrsta Mósebók 6:9
5
Fyrsta Mósebók 6:7
og sagði: „Ég vil afmá mennina, sem ég skapaði, af jörðinni, bæði menn og kvikfé, skriðdýr og fugla himins, því að mig iðrar þess að hafa gert þá.“
Explore Fyrsta Mósebók 6:7
6
Fyrsta Mósebók 6:1-4
Nú tók mönnunum að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur. Þá sáu synir Guðs hve dætur mannanna voru fagrar. Þeir tóku sér þær konur sem þeir lögðu hug á. Þá sagði Drottinn: „Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár.“ Á þeim tímum voru risarnir á jörðinni og einnig síðar er synir Guðs höfðu samfarir við dætur mannanna og eignuðust með þeim börn. Það voru hetjurnar sem í fyrndinni voru víðfrægar.
Explore Fyrsta Mósebók 6:1-4
7
Fyrsta Mósebók 6:22
Og Nói gerði allt eins og Guð bauð honum.
Explore Fyrsta Mósebók 6:22
8
Fyrsta Mósebók 6:13
Og Guð sagði við Nóa: „Ég hef ákveðið endalok allra manna á jörðinni því að jörðin er full orðin af ranglæti þeirra vegna. Nú eyði ég þeim ásamt jörðinni.
Explore Fyrsta Mósebók 6:13
9
Fyrsta Mósebók 6:14
En þú skalt gera þér örk af góferviði. Hafðu vistarverur í örkinni og bikaðu hana utan og innan.
Explore Fyrsta Mósebók 6:14
10
Fyrsta Mósebók 6:12
Og Guð sá að hún var spillt því að allir menn á jörðinni höfðu spillt líferni sínu.
Explore Fyrsta Mósebók 6:12
11
Fyrsta Mósebók 6:19
Láttu ganga með þér í örkina tvennt af hverju, karlkyns og kvenkyns, af öllum lífverum til þess að þær haldi lífi með þér.
Explore Fyrsta Mósebók 6:19
Home
Bible
Plans
Videos